Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar 3. febrúar 2025 10:32 Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á vafri mínu um heima fésbókarinnar í liðinni viku varð á vegi mínum atvinnuauglýsing sem vakti undrun mína. Þessi dægrin eru reyndar margir kennarar að glugga í atvinnuauglýsingar og kanna jarðveginn, sem kemur raunar ekki til af góðu. Enda komst ég að því að margir kollegar mínir höfðu rekist á þessa sömu auglýsingu frá Hafnarfjarðarbæ. Það vantar nefnilega starfsfólk til afleysinga í grunnskólum þar. Sú staðreynd að það vanti starfsfólk kemur okkur kennurum ekki á óvart enda fækkar fagmenntuðum kennurum í grunnskólum landsins jafnt og þétt með hverju árinu sem líður og ekki tekst að manna kennarastöður. Raunar erum við ansi langt frá því að ná að manna skólana með fagmenntuðu fólki. Stöður eru auglýstar og það sækir enginn um þær. Enginn. Tökum dæmi. Sérkennari í skóla einum hættir störfum. Skólastjóri auglýsir stöðuna og fær engar umsóknir. Hann auglýsir því aftur og lengir umsóknarfrestinn en enginn sækir um. Skólinn er því án sérkennara þar til tekst að ráða einstakling til starfsins. Á meðan enginn sérkennari er starfandi verður hópur nemenda án sérkennslu og stuðnings sérkennara sem hann sannarlega þarf á að halda til að ná árangri í námi. Í þessum hópi gætu til dæmis verið börn með einhverfu, þroskaskerðingar, lestrarvanda eða börn með íslensku sem annað tungumál. Þessi mönnunarvandi er ekki bundinn við grunnskólastigið heldur er hann líka til staðar á leik- og framhaldsskólastiginu. Ég leyfi mér því að gera ráð fyrir að fleiri sveitarfélög séu með auglýsingar í birtingu þar sem óskað er eftir starfsfólki í skólana, vandinn fyrirfinnst víðar en í Hafnarfirði. Það sem vakti undrun mína og olli mér miklum vonbrigðum þegar ég las auglýsinguna var orðalagið og uppgjöfin. Já, ég segi uppgjöfin því í auglýsingunni kemur fram að: ,,Afleysingastörfum er m.a. ætlað að mæta forföllum kennara, ekki er gerð krafa um kennaramenntun í afleysingastörf, en starfsfólk þarf að hafa náð 20 ára aldri og vera með hreint sakavottorð.” Hvert er skólakerfið okkar komið þegar engar kröfur eru gerðar til að leysa kennara af aðrar en að viðkomandi sé tvítugur og með hreint sakavottorð? Einhverjum kann að finnast að hér sé úlfaldi gerður úr mýflugu en svo er ekki. Tvítugt fólk sem lokið hefur stúdentsprófi er upp til hópa frábært og duglegt fólk en það hefur ekki réttindi til að stíga inn í störf kennara. Ekkert frekar en það hefur réttindi til að taka að sér störf lækna eða lögfræðinga. Fólk sem ráðið er til kennslu og hefur ekki tilskilin réttindi er ráðið inn á lagalegri undanþágu til eins árs í senn. Ráðningar á undanþágum hafa aldrei verið fleiri og þeim fjölgar með hverju árinu sem líður. Á þann hátt hnignar fagmennsku og stöðugleika í skólakerfinu. Af hverju gerum við ekki meiri kröfur um fagmennsku í menntun barnanna okkar? Af hverju gerum við kröfur um frábæran árangur í PISA könnunum ef okkur er bara alveg skítsama um það hvort fólkið sem kenni börnunum okkar hafi menntun og réttindi til þess? Kjarabarátta kennara snýst einmitt um þetta. Það þarf fagmenntaða kennara í allar stöður og til þess að það takist þarf starfið að vera aðlaðandi. Til þess að starfið verði aðlaðandi þurfa launin að vera sambærileg launum annarra sérfræðinga með sambærilega menntun. Punktur. Höfundur er formaður Kennarafélags Reykjavíkur.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun