Eiga von á um 10 þúsund gestum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Frá UT-messunni í Hörpu á síðasta ári. UTmessan Reiknað er með að um 10 þúsund gestir muni sækja UTmessuna sem verður haldin í fimmtánda sinn næstkomandi föstudag og laugardag. Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira