Kjarninn farinn úr Heimildinni Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2025 10:55 Arnar Þór í réttarsal en hann, ásamt Þórði Snæ ritstjóra Heimildarinnar, höfðuðu mál á hendur Páli Vilhjálmssyni bloggara vegna ásakana þess síðarnefnda á hendur þeim tveimur; en þeir vildu meina að um væri að ræða áburð um refsiverða og siðferðislega ámælisverða blaðamennsku. vísir/vilhelm Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður hefur söðlað um, hann er hættur á Heimildinni og er hann nú orðinn starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í starfsmannaskrá þingsins en Arnar Þór bætist þar við hóp fjögurra kvenna sem eru skráðar starfsmenn Samfylkingarinnar: Aldís Mjöll Geirsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Rakel Pálsdóttir og Sonja Huld Guðjónsdóttir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni. Þá er Sunna Ósk Logadóttir, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans, að vinna uppsagnarfrest sinn. Vísir náði ekki tali af Arnari Þór nú í morgun þrátt fyrir tilraunir. Starfsmaður Alþingis kannaðist í fyrstu ekki við manninn en eftir að hafa grennslast fyrir um málin kom upp úr dúrnum að hann er vissulega starfsmaður og sást til hans í þinginu í morgun. Arnar Þór starfaði lengi undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar, bæði á Kjarnanum og síðar Heimildinni. Þórður er nú er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þórður Snær bauð sig fram fyrir Samfylkinguna, náði kjöri en dró framboð sitt svo til baka eftir fjaðrafok sem þyrlaðist upp um gömul bloggskrif hans. Þórður Snær yfirgaf Heimildina á síðasta ári vegna ósættis við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, hinn ritstjóra Heimildarinnar, og sneri sér að stjórnmálum. Er þá heldur betur tekið að kvarnast úr „Kjarnanum“ í Heimildinni sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar. Því má svo við bæta að Aðalsteinn Kjartansson er síðasti blaðamaðurinn sem tengist skrifum um „Skrímsladeild Samherja“ sem enn starfar á Heimildinni. Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, á þó von á liðsstyrk þegar gengið verður frá yfirvofandi kaupum félagsins á Mannlífi. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, tjáði fréttastofu í desember að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, fylgdu með í kaupunum á Mannlífi. Arnar Þór er á 34. aldursári og á að baki störf í fjölmiðlum hjá Austurfrétt á Egilsstöðum, Morgunblaðinu og svo Kjarnanum sem síðar rann saman við Heimildina. Arnar Þór er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk meistaranámi frá Árósaháskóla. Fjölmiðlar Alþingi Samfylkingin Vistaskipti Tengdar fréttir Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Þetta kemur fram í starfsmannaskrá þingsins en Arnar Þór bætist þar við hóp fjögurra kvenna sem eru skráðar starfsmenn Samfylkingarinnar: Aldís Mjöll Geirsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Rakel Pálsdóttir og Sonja Huld Guðjónsdóttir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni. Þá er Sunna Ósk Logadóttir, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans, að vinna uppsagnarfrest sinn. Vísir náði ekki tali af Arnari Þór nú í morgun þrátt fyrir tilraunir. Starfsmaður Alþingis kannaðist í fyrstu ekki við manninn en eftir að hafa grennslast fyrir um málin kom upp úr dúrnum að hann er vissulega starfsmaður og sást til hans í þinginu í morgun. Arnar Þór starfaði lengi undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar, bæði á Kjarnanum og síðar Heimildinni. Þórður er nú er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þórður Snær bauð sig fram fyrir Samfylkinguna, náði kjöri en dró framboð sitt svo til baka eftir fjaðrafok sem þyrlaðist upp um gömul bloggskrif hans. Þórður Snær yfirgaf Heimildina á síðasta ári vegna ósættis við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, hinn ritstjóra Heimildarinnar, og sneri sér að stjórnmálum. Er þá heldur betur tekið að kvarnast úr „Kjarnanum“ í Heimildinni sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar. Því má svo við bæta að Aðalsteinn Kjartansson er síðasti blaðamaðurinn sem tengist skrifum um „Skrímsladeild Samherja“ sem enn starfar á Heimildinni. Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, á þó von á liðsstyrk þegar gengið verður frá yfirvofandi kaupum félagsins á Mannlífi. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, tjáði fréttastofu í desember að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, fylgdu með í kaupunum á Mannlífi. Arnar Þór er á 34. aldursári og á að baki störf í fjölmiðlum hjá Austurfrétt á Egilsstöðum, Morgunblaðinu og svo Kjarnanum sem síðar rann saman við Heimildina. Arnar Þór er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk meistaranámi frá Árósaháskóla.
Fjölmiðlar Alþingi Samfylkingin Vistaskipti Tengdar fréttir Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16