Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Aron Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 15:44 Kristján Guðmundsson, einn þjálfara Vals tjáir sig um frétt dagsins, þá að Katie Cousins leiki ekki með Val á næsta tímabili. Vísir/Samsett mynd Þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta vissu allan tímann stöðuna á viðræðum félagsins við Katie Cousins einn allra besta leikmann Vals og Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Samningar náðust ekki milli Vals og Katie sem er á leið í Þrótt Reykjavík. „Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“ Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
„Samningur Katie rann út í haust þegar að tímabilinu lauk. Svo hafa bara verið í gangi samskipti milli Vals og umboðsmannsins hennar sem endaði með því að það náðist ekki samkomulag um nýjan samning,“ segir Kristján Guðmundsson, einn af tveimur aðalþjálfurum Vals. „Auðvitað er þetta einn besti leikmaður deildarinnar og þjálfararnir vilja alltaf halda sínum bestu leikmönnum en einhvern veginn þróaðist þetta samtal út í það að enda svona. Að hún verður ekki að spila með Val á næsta tímabili.“ Heimildir Vísis frá því fyrr í dag herma að Katie hafi nú skrifað undir samning hjá Bestu deildar liði Þróttar Reykjavíkur sem gildir til næstu tveggja ára. Er ekki einkar sárt að sjá á eftir henni til liðs í sömu deild? „Þetta er bara eins og gengur og gerist í fótboltanum. Leikmenn skipta um lið og hafa sínar forsendur fyrir því líkt og félögin gagnvart þeim leikmönnum sem þau semja við. Kvennaboltinn er að nálgast svolítið annað umhverfi.“ Katie enn allra besti leikmaður Bestu deildarinnar á síðasta tímabili horfin á braut. Það er stórt skarð að fylla? „Já en áttum okkur á því að hún rann út á samningi í haust þegar að mótið var búið og hefur því ekki verið á samningi hjá Val í einhverja mánuði. Það er ekki eins og við séum einhvern veginn að skera hana út úr hópnum núna. En núna endanlega stöðvuðust viðræðurnar milli Vals og hennar. Ef hún er að fara í Þrótt þá hefur hún verið að ræða við að lið á sama tíma. Við þjálfararnir vissum allan tímann hvað væri að gerast í viðræðum Vals og Katie. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvernig samskiptin voru, það er bara milli stjórnar og fulltrúa hennar. Við vissum stöðuna allan tímann og fórum alveg yfir það hvernig þetta myndi líta út gagnvart leikmannahópnum og annað.“
Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira