Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2025 07:00 Rúben Amorim hefur ekki byrjað vel sem þjálfari Manchester United. vísir/Getty Images Rúben Amorim er eflaust að velta fyrir sér af hverju hann yfirgaf Sporting í Portúgal - þar sem hann hefði getað verið í guðatölu að leiktíðinni lokinni – fyrir brunarústirnar sem Manchester United eru. Nú þegar félagaskiptaglugganum er lokað er ljóst hvaða leikmenn Amorim hefur úr að velja til að reyna bjarga því sem bjargað verður á annars ömurlegu tímabili Rauðu djöflanna. Hinn tvítugi Patrick Dorgu kom frá Lecce á Ítalíu og á að leys aðra vængbakvarðarstöðuna í leikkerfi Amorim. Ayden Heaven kom einnig frá Arsenal en hann er aðeins 18 ára gamall og mun eflaust ekki spila mikið þó varnarmenn Man United eigi erfitt með að haldast heilir. Stóra fréttin var svo að Marcus Rashford hafi farið til Aston Villa á láni. Amorim hafði gefið út að Rashford myndi ekki spila nema leikmaðurinn myndi taka sig saman í andlitinu. Þar sem það gekk ekki eftir var Rashford lánaður út þó svo að framherjar liðsins séu hreinlega ískaldir fyrir framan markið og virðast vart geta keypt sér mark þessa dagana. Svo slakir hafa þeir Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee verið að Kobbie Mainoo var látinn spila sem „fremsti“ maður í 2-0 tapinu gegn Crystal Palace á heimavelli. Minnti það á þegar forveri Amorim, Erik ten Hag, spilaði Christian Eriksen sem fremsta manni stuttu eftir komu sina til félagsins. Hinn 22 ára gamli Höjlund hefur skorað aðeins tvö mörk í 19 deildarleikjum og hinn 23 ára Zirkzee aðeins einu marki meira í 24 deildarleikjum. Rasmus hefur verið einn og yfirgefinn þegar hann spilar.Getty Images/Carl Recine Búist var við að Man United myndi reyna sækja framherja – eða allavega sóknarþenkjandi leikmann – til að fjölga möguleikunum í fremstu línu. Allt kom þó fyrir ekki þó svo að liðið hafi misst tvo sóknarþenkjandi menn þar sem Antony var lánaður til Real Betis. Þá var Tyrell Malacia lánaður til PSV í heimalandinu. Þó hann hafi ekki verið í stóru hlutverki þá losaði Man United þrjá leikmenn í glugganum og fékk aðeins inn einn sem er líklegur til að spila það sem eftir lifir leiktíðar. 🚨🔴⚪️ Tyrell Malacia leaves Man United to join PSV Eindhoven, here we go!Loan move with salary covered until June and buy option clause included, told it’s worth €10m.Understand Man United will also have 30% sell-on clause as part of the deal. pic.twitter.com/itDClj57IP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 4, 2025 Það þýðir að það sem eftir lifir tímabils er tvíeykið hér að ofan líklegt til að deila með sér mínútunum í framherjastöðunni. Amorim spilar með einn framherja en tvo menn þar fyrir aftan. Ekki verður sagt að Amorim hafi úr mörgum mönnum að velja í þær stöður. Hann hefur notað Bruno Fernandes þar sem og aftar á vellinum en liðið spilar einnig með tvo „djúpa“ miðjumenn í 3-4-2-1 leikkerfinu hans Amorim. Áðurnefndur Mainoo spilar vanalega aftarlega á vellinum en var færður ofar á miðjuna gegn FCSB í Evrópudeildinni þar sem hann skoraði og lagði upp. Hann spilaði svo sem fremsti maður gegn Palace en eftir þá frammistöðu verður að teljast ólíklegt að Amorim prófi það aftur. Þá virðist Amorim vilja hafa annað hvort Bruno eða Kobbie við hlið Manuel Ugarte sem leikur eingöngu í einni af aftari miðjumannsstöðunum. Það þýðir að aðeins annar af Bruno eða Kobbie geti leikið framar á vellinum. Þeir Amad og Alejandro Garnacho deilt með sér mínútum fyrir aftan framherjann. Jafnframt hafa báðir verið prófaðir sem vængbakverðir í kerfi Amorim. Sá fyrrnefndi hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maður Man United síðan Portúgalinn tók við sem þjálfari liðsins. Á meðan vængmaðurinn Garnacho hefur átt erfitt með að finna sína stöðu í leikkerfinu. Garnacho hefur átt erfitt uppdráttar.EPA-EFE/DAVID CLIFF Að koma boltanum í netið hefur verið eitt helsta vandamál Man United á leiktíðinni en liðið hefur aðeins skorað 28 mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið skoraði vissulega 16 mörk í Evrópudeildinni en þar af komu sex í aðeins tveimur leikjum, þrjú gegn Bodø/Glimt og þrjú gegn Porto. Miðvörðurinn Lisandro Martínez hafði óvænt stigið upp sem helsti markaskorari liðsins ásamt því að leggja upp sigurmarkið þegar Rangers mætti á Old Trafford í Evrópudeildinni. Ofan á þá tölfræði má segja að Martínez sé best spilandi miðvörður liðsins og gríðarlega mikilvægur punktur í uppspili þess ásamt því að leggja línurnar þegar kemur að því að spila vörn. Hann mun hins vegar ekki spila meira á þessari leiktíð þar sem hann sleit krossband í hné í tapinu gegn Palace. Það verður ekki annað sagt en Amorim eigi erfitt verkefni fyrir höndum þó svo að honum hafi loks tekið að losa sig við Rashford. Þjálfarinn þarf nú að einbeita sér að því að hita upp ískalda framherja liðsins og finna lausn á uppspilsvandræðum liðsins en undanfarið hefur markvörðurinn André Onana þrumað fram í hvert skipti sem hann fær boltann. Og það með litlum árangri enda framherjar Man Utd ekki beint frábærir í loftinu. Meira en áratugur er síðan David Moyes, þáverandi þjálfari, sagði að Man United þyrfti að bæta sig á mörgum sviðum. Þar á meðal í sendingum, þegar kæmi að því að skapa færi og þegar kæmi að varnarleik. Enn þann dag í dag á það vel við. David Moyes says #mufc must improve in a number of areas, including passing, creating chances and defending.— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2013 Næsti leikur liðsins er gegn Leicester City – liði Ruud van Nistelrooy en hann var aðstoðarþjálfari Ten Hag og stýrði liðinu áður en Amorim tók við – í ensku bikarkeppninni. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Nú þegar félagaskiptaglugganum er lokað er ljóst hvaða leikmenn Amorim hefur úr að velja til að reyna bjarga því sem bjargað verður á annars ömurlegu tímabili Rauðu djöflanna. Hinn tvítugi Patrick Dorgu kom frá Lecce á Ítalíu og á að leys aðra vængbakvarðarstöðuna í leikkerfi Amorim. Ayden Heaven kom einnig frá Arsenal en hann er aðeins 18 ára gamall og mun eflaust ekki spila mikið þó varnarmenn Man United eigi erfitt með að haldast heilir. Stóra fréttin var svo að Marcus Rashford hafi farið til Aston Villa á láni. Amorim hafði gefið út að Rashford myndi ekki spila nema leikmaðurinn myndi taka sig saman í andlitinu. Þar sem það gekk ekki eftir var Rashford lánaður út þó svo að framherjar liðsins séu hreinlega ískaldir fyrir framan markið og virðast vart geta keypt sér mark þessa dagana. Svo slakir hafa þeir Rasmus Höjlund og Joshua Zirkzee verið að Kobbie Mainoo var látinn spila sem „fremsti“ maður í 2-0 tapinu gegn Crystal Palace á heimavelli. Minnti það á þegar forveri Amorim, Erik ten Hag, spilaði Christian Eriksen sem fremsta manni stuttu eftir komu sina til félagsins. Hinn 22 ára gamli Höjlund hefur skorað aðeins tvö mörk í 19 deildarleikjum og hinn 23 ára Zirkzee aðeins einu marki meira í 24 deildarleikjum. Rasmus hefur verið einn og yfirgefinn þegar hann spilar.Getty Images/Carl Recine Búist var við að Man United myndi reyna sækja framherja – eða allavega sóknarþenkjandi leikmann – til að fjölga möguleikunum í fremstu línu. Allt kom þó fyrir ekki þó svo að liðið hafi misst tvo sóknarþenkjandi menn þar sem Antony var lánaður til Real Betis. Þá var Tyrell Malacia lánaður til PSV í heimalandinu. Þó hann hafi ekki verið í stóru hlutverki þá losaði Man United þrjá leikmenn í glugganum og fékk aðeins inn einn sem er líklegur til að spila það sem eftir lifir leiktíðar. 🚨🔴⚪️ Tyrell Malacia leaves Man United to join PSV Eindhoven, here we go!Loan move with salary covered until June and buy option clause included, told it’s worth €10m.Understand Man United will also have 30% sell-on clause as part of the deal. pic.twitter.com/itDClj57IP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 4, 2025 Það þýðir að það sem eftir lifir tímabils er tvíeykið hér að ofan líklegt til að deila með sér mínútunum í framherjastöðunni. Amorim spilar með einn framherja en tvo menn þar fyrir aftan. Ekki verður sagt að Amorim hafi úr mörgum mönnum að velja í þær stöður. Hann hefur notað Bruno Fernandes þar sem og aftar á vellinum en liðið spilar einnig með tvo „djúpa“ miðjumenn í 3-4-2-1 leikkerfinu hans Amorim. Áðurnefndur Mainoo spilar vanalega aftarlega á vellinum en var færður ofar á miðjuna gegn FCSB í Evrópudeildinni þar sem hann skoraði og lagði upp. Hann spilaði svo sem fremsti maður gegn Palace en eftir þá frammistöðu verður að teljast ólíklegt að Amorim prófi það aftur. Þá virðist Amorim vilja hafa annað hvort Bruno eða Kobbie við hlið Manuel Ugarte sem leikur eingöngu í einni af aftari miðjumannsstöðunum. Það þýðir að aðeins annar af Bruno eða Kobbie geti leikið framar á vellinum. Þeir Amad og Alejandro Garnacho deilt með sér mínútum fyrir aftan framherjann. Jafnframt hafa báðir verið prófaðir sem vængbakverðir í kerfi Amorim. Sá fyrrnefndi hefur að öðrum ólöstuðum verið besti maður Man United síðan Portúgalinn tók við sem þjálfari liðsins. Á meðan vængmaðurinn Garnacho hefur átt erfitt með að finna sína stöðu í leikkerfinu. Garnacho hefur átt erfitt uppdráttar.EPA-EFE/DAVID CLIFF Að koma boltanum í netið hefur verið eitt helsta vandamál Man United á leiktíðinni en liðið hefur aðeins skorað 28 mörk í 24 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið skoraði vissulega 16 mörk í Evrópudeildinni en þar af komu sex í aðeins tveimur leikjum, þrjú gegn Bodø/Glimt og þrjú gegn Porto. Miðvörðurinn Lisandro Martínez hafði óvænt stigið upp sem helsti markaskorari liðsins ásamt því að leggja upp sigurmarkið þegar Rangers mætti á Old Trafford í Evrópudeildinni. Ofan á þá tölfræði má segja að Martínez sé best spilandi miðvörður liðsins og gríðarlega mikilvægur punktur í uppspili þess ásamt því að leggja línurnar þegar kemur að því að spila vörn. Hann mun hins vegar ekki spila meira á þessari leiktíð þar sem hann sleit krossband í hné í tapinu gegn Palace. Það verður ekki annað sagt en Amorim eigi erfitt verkefni fyrir höndum þó svo að honum hafi loks tekið að losa sig við Rashford. Þjálfarinn þarf nú að einbeita sér að því að hita upp ískalda framherja liðsins og finna lausn á uppspilsvandræðum liðsins en undanfarið hefur markvörðurinn André Onana þrumað fram í hvert skipti sem hann fær boltann. Og það með litlum árangri enda framherjar Man Utd ekki beint frábærir í loftinu. Meira en áratugur er síðan David Moyes, þáverandi þjálfari, sagði að Man United þyrfti að bæta sig á mörgum sviðum. Þar á meðal í sendingum, þegar kæmi að því að skapa færi og þegar kæmi að varnarleik. Enn þann dag í dag á það vel við. David Moyes says #mufc must improve in a number of areas, including passing, creating chances and defending.— Manchester United (@ManUtd) December 9, 2013 Næsti leikur liðsins er gegn Leicester City – liði Ruud van Nistelrooy en hann var aðstoðarþjálfari Ten Hag og stýrði liðinu áður en Amorim tók við – í ensku bikarkeppninni. Leikurinn verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti