Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2025 21:04 Sveinn Waage, sem er framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center. Hann segir að sjálfhreinsandi salernin hafi algjörlega slegið í gegn á nýja staðnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sjálfhreinsandi salerna er það nýjasta í ferðaþjónustu á Suðurlandi en slík salerni vekja alltaf mikla athygli og lukku hjá ferðamönnum en þau eru opinn allan sólarhringinn. Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn er risin þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn þar sem hægt er að fá hraðhleðslu á bílinn og þar er líka verslun, veitingastaður og upplýsingamiðstöð, svo ekki sé minnst á sjálfshreinsandi salernin, sem hafa slegið í gegn. „Það er þrifið fyrir hvern og einn kúnna. Hvert klósett er sem sagt með tveimur skálum. Hérna sjáum við aðra þeirra og þegar þú ert búin á klósettinu þá fer þetta svona heilhring bak við og háþrýstiþvottur á allt klósettið og gólfið er þrifið líka þannig að þetta er tandurhreint fyrir hvern og einn kúnna sem kemur,” segir Sveinn Waage, framkvæmdastjóri Laufey Welcome Center og bætir við. „Við höfum fengið mikil viðbrögð og við segjum stundum í laumi að það sem við viljum gera mjög vel, bæði matur inn og út og hérna erum við og hérna erum við vonandi að standa við það. Fólk er mjög ánægt með matinn og það eru allir ánægðir með að komast á hreint klósett”. „Ég er nú ekki búin að prófa þau enn þá en þau virðast vera mjög hátæknileg. Ég veit ekki hvort þetta sé klósett eða Geimskip,” segir Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri hlægjandi. Vilhjálmur Goði Friðriksson, fararstjóri sem áttar sig ekki alveg á því hvort nýju salernin séu klósett eða Geimskip.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laufey Welcome Center er ný þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn á gatnamótum Suðurlandsvegar og Bakkavegar niður í Landeyjahöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn segir að nýi staðurinn, Laufey Welcome Center hafi fengið mjög góðar móttökur en hann er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Veitingastaðurinn er opinn á daginn og fram á kvöld en eftir það er honum lokað með sérstöku hliði en sjálfsafgreiðsla er í versluninni alla nóttina. Nýi staðurinn er opinn allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki hægt að fá eldsneyti á bílinn á nýja staðnum eða hvað? „Þetta er fyrsta kannski bensínlausa bensínstöðin ef það má orða það þannig en við tökum þetta skref og við höfum séð það erlendis hjá Teslu og fleirum að fólk vill frekar kannski hlaða þar sem það getur gert eitthvað meira heldur en bara bíða í bílnum þótt þetta séu orðnir flottir bílar,” segir Sveinn. Ekkert er hægt að fá bensín á nýja staðnum því þar eru eingöngu hraðhleðslustöðvar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju sjálfhreinsandi salernin vekja alltaf mikla lukku á nýja staðnum enda ekki hægt að fara á hreinni salerni.Aðsend
Rangárþing eystra Ferðaþjónusta Ferðalög Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum