Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 07:32 Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvað myndi kosta að kaupa innbú heimilisins aftur? Nýja sófann, rúmin, fötin, Ittala glösin og öll tæki heimilisins? Við reiknum fæst með því að lenda í óhöppum og tjóni en því miður lendir fjöldi fólks í slíku á hverju ári. Dæmi um algeng tjón á heimilum fólks er leki frá heimilistækjum og eða lögnum í húsnæði sem veldur skemmdum á innbúi. Þá er talsvert um innbrot, sérstaklega í geymslur og bílskúra og því miður verða bæði stórir og litlir brunar á heimilum landsmanna sem valda tjóni bæði á fasteignum og persónulegum eigum. Það er oft mikið áfall og rask sem fylgir stórum tjónum og því miður kemur alltof oft í ljós að innbú er vanmetið og þar með vantryggt. Ástæðurnar eru oftast nær þær að fólk keypti tryggingarnar fyrir einhverjum árum og hefur ekki áttað sig á því að bæst hefur verulega við virði innbúsins. Þegar fjölskyldan stækkar eða nýtt áhugamál bætist við getur það þýtt meira dót á heimilið og þar af leiðandi meiri verðmæti. Við slíkar aðstæður getur hið fjárhagslega áfall orðið meira en þörf er á. Þess vegna er mikilvægt að minna fólk á að yfirfara verðmætin á heimilinu reglulega og tryggja að þú sért tryggður fyrir því sem þú raunverulega átt. Sturluð staðreynd Við tjónamat hefur komið fram að ekki er óalgengt að unglingaherbergi hafi að geyma verðmæti að upphæð 1,5 milljón króna! Húsgögn, raftæki, fatnaður, skrautmunir, skartgripir og allar afmælis- og jólagjafir síðustu ára saman lagðar. Hvað flokkast sem innbú? Innbú á tryggingamáli nær yfir flesta þá hluti sem lenda í flutningabílnum við flutninga. Fatnaður, snjallsímar og önnur tæki, hljóðfæri, listaverk og skrautmunir, eldhúsmunir, útivistar- og íþróttabúnaður, úr og skartgripir. Séu einhver verðmæti á heimilinu dýrari en það sem almennt gengur og gerist t.d dýr málverk, frímerki eða verðmætir safngripir, skartgripir eða sambærilegir einkamunir, þá er vert að huga að því að sértryggja þá. Veistu hvað þú átt? Ef hið óvænta gerist og innbúið tapast að hluta eða öllu leyti þá er allra best að hafa skráð hjá sér hvað maður á. Það er t.d. hægt að gera með því að ganga um íbúðina eða húsið og taka myndir af því helsta. Samhliða má gera lista yfir hlutina og áætla verðmæti þeirra. Allra best er að eiga kvittun/nótu fyrir dýrustu hlutunum, sérstaklega ef þeir eru sjaldgæfir. Verndum okkur sem best og verðleggjum eignir okkar rétt. Og ekki gleyma geymslunni eða bílskúrnum, þar leynist oft mesta gullið! Úff, ég nenni ekki að gera þetta Í dagsins önn er þetta líklega ekki efst á verkefnalistanum en höfum í huga að hin óvæntu áföll gera ekki boð á undan sér. Enginn sem lendir í tjóni mun sjá eftir tímanum sem fór í þetta verkefni. Til að gera verkefnið enn aðgengilegra höfum við einfaldað ferlið fyrir viðskiptavini. Með því að smella á Hvers virði er innbúið mitt? er hægt að fá ráðgjöf um upphæðina sem mælt er með fyrir þitt heimili. Ráðgjöfin byggist á upplýsingum um meðalinnbú sem hafa sömu forsendur og þú slærð inn í reiknivélina og ferlið tekur einungis tvær mínútur. Höfundur er framkvæmdastjóri tjónaþjónustu Varðar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar