Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 08:32 Dagur Sigurðsson sló á allar efasemdaraddir í Króatíu með því að skila fyrstu verðlaunum Króata síðan á EM 2016. EPA-EFE/ANTONIO BAT Króatar virðast í skýjunum með Dag Sigurðsson sem þjálfara handboltalandsliðsins en stæra sig einnig af því að hafa tekist að „afþýða“ ískalda Íslendinginn. Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Þetta má lesa úr ummælum á samfélagsmiðlum og sjá á myndböndum frá mikilli hátíð í miðborg Zagreb á mánudaginn þegar Dagur og hans menn voru hylltir uppi á sviði af um 40.000 manns, í beinni sjónvarpsútsendingu, eftir að hafa landað silfurverðlaunum á HM. Dagur naut sín vel í fagnaðarlátunum og hélt áfram að skora stig hjá Króötum með því að syngja á króatísku með hljómsveit Marko Perkovic, Thompson, sem átti nokkurs konar einkennislag króatíska liðsins á mótinu. Myndbönd af Degi syngjandi á sviðinu má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Sportska redakcija RS (@sport_radiostudent) View this post on Instagram A post shared by Index.hr (@index.hr) Í ummælum við myndböndin má sjá að fólk er hæstánægt með Dag. „Er þetta Dagur Sigurðsson undir hettunni? Frábær náungi“ skrifar einn og annar bætir við: „Dagur í essinu sínu. Hvernig er ekki hægt að elska hann, Hrvatisson,“ en Hrvatska er króatíska nafnið á Króatíu. „Gefið honum króatískan ríkisborgararétt,“ skrifar einn í vinsælum ummælum, og fleiri taka undir þetta. Þá telja einhverjir að Króötum hafi tekist að mýkja Dag og ein skrifar, í sjálfsagt frekar lélegri þýðingu blaðamanns: „Maðurinn er einstakur! Hann hefur eitthvað sérstakt við sig, svolítið kaldur í fyrstu en núna hefur það allt bráðnað í burtu og hann er orðinn opinn, músíkalskur og sjarmerandi nýbúi í Króatíu fyrir okkur öll! Lengi lifi handbolti og strákarnir okkar sem bræddu hann og gerðu að verkum að hann var í aðalhlutverki í partýinu á torginu okkar.“ Þá virðast sumir vilja að nafni Dags verði breytt til að aðlaga það króatískri nafnahefð, og að hann muni taka upp nafnið Davor. Dagur ávarpaði einnig þá fjölmörgu stuðningsmenn sem mættu í miðborg Zagreb og mátti auðveldlega lesa úr orðum hans að ástin er gagnkvæm. „Þið eruð algjörlega klikkað fólk!“ sagði Dagur léttur við gríðarlegan fögnuð. Dagur hefur gefið það út að hann muni halda áfram sem landsliðsþjálfari Króatíu. Hann hefur nú misst fyrirliðann Domagoj Duvnjak sem var að spila sína síðustu landsleiki og kvaddi með tár á hvarmi á sviðinu í Zagreb á mánudaginn, en var ákaflega vel fagnað. „Ég verð áfram þjálfari, það er ekki spurning. Mér líður vel, mér finnst ég velkominn, og ég elska liðið og andann í hópnum,“ sagði Dagur í sjónvarpsviðtali eftir HM. „Ég kom til að hjálpa liðinu að komast aftur á toppinn. Það tókst næstum því. Við erum alveg við toppinn. Núna setjumst við niður og gerum ný plön, svo að við verðum alveg tilbúnir. Við verðum að einbeita okkur að því að vera með topplið á næstu Ólympíuleikum,“ sagði Dagur en næstu leikar verða í Los Angeles sumarið 2028.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira