Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar 5. febrúar 2025 13:00 Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Yfirstandandi kjaradeila kennara er hörð. Ásakanir ganga manna á milli án þess að lýðurinn viti hvað sveitarfélögin hafa boðið og hverju Kennarasambandið hafnar. Það eru einungis samninganefndir viðræðuaðila sem hafa séð tilboðin og því veit almenningur ekki hverju á að trúa. Forystusauðir KÍ eru sparir á upplýsingar til félagsmanna um tilboð sveitarfélaganna. Kannski er það nauðsynlegt, ekkert má leka út. Lítil sem engin yfirvinna Grunnskólakennarar tala um að þeir hafi ekki möguleika á yfirvinnu eins og aðrar stéttir. Það er ekki alveg sannleikanum samkvæmt. Forfallakennsla er í boði, en þá kennir grunnskólakennarinn í eyðu sem myndast hefur í stundaskránni. Eyður myndast þegar nemendur fara í tíma hjá sérgreinakennurum, s.s. íþróttir, list- og verkgreinar. Fyrir forfallakennslu fær kennari greidda eina klukkustund í yfirvinnu. Hins vegar hefur myndast sú hefð hjá skólastjórnendum, sem nú berjast með grunnskólakennurum, að nota álagsgreiðslur í stað yfirvinnu. Kjarasamningur grunnskólakennara gefur stjórnendum þennan möguleika ,, Þegar kennara einnar bekkjardeildar/námshóps er falið að bæta við sig kennslu annarrar bekkjardeildar/námshóps samhliða eigin kennslu vegna forfalla annars kennara, skal greiða honum hálfa yfirvinnustund í álag fyrir hverja slíka kennslustund.“ En það bannar ekkert grunnskólakennurum að segja nei. Hvað þýðir þetta, jú kennari sem er í eyðu verður af yfirvinnu af því annar kennari segir já við að bæta á sig hópi gegn vægara gjaldi. Þannig stuðla grunnskólakennara sjálfir að því að minnka möguleika stéttarinnar til yfirvinnu. Síðan er ágætislausn skólastjóra til að spara, gefa nemendum frí í tímum. Jafnvel þó kennarar í skólanum séu á lausu og gætu tekið forfallakennslu. Þar kemur að foreldrum, eru þeir sáttir við að kennsla falli niður vegna sparnaðar stjórnenda? Versnar þegar kemur að teymum Teymi í skólastofunni eru misstór. Í kjarasamningi grunnskólakennara kveður á um að þeir geti skipt með sér ,,forföllum“ sem myndast þegar einn kennari teymisins er veikur. Í kjarasamningnum segir,,… b. í fjögurra kennara teymi ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) fá þeir þrír sem eftir standa 33% álag hver. c. Í fimm kennara teymi, ef einn forfallast (og ekki kemur inn afleysing) þá fá þeir fjórir sem eftir standa 25% álag hver.“ Enn og aftur, grunnskólakennarar hafa af öðrum kennurum sem eru í eyðu möguleika á yfirvinnu. Það má því segja að grunnskólakennarar séu stétt sinni verstir. Þegar málin eru rædd segja sumir kennarar; ,,það er miklu betra að gera þetta sjálfur heldur en leiðbeina einhverjum“, sem sagt einhver er grunnskólakennari að mennt. Sérfræðingur í sínu fagi. Álagið eykst Í kjarasamningum segir innan sviga ,,og ekki kemur inn afleysing.“ Miðað við þær fréttir um aukin veikindi, álag og þreytu stéttarinnar má undrast að grunnskólakennara samþykki svona ráðstöfun heilu og hálfu dagana. Hér geta grunnskólakennarar sett niður fótinn og sagt nei takk við auknu álagi sem fylgir því að taka viðbótarhóp eða bekk. Þeir hafa leyfi til þess. Stjórnendur sjá þessa lausn sem heilmikla sparnaðarráðstöfun fyrir skóla, á kostað kennara. Þá er baráttan ekki sameiginleg. Sennilega hefur ákvæðið verið sett inn, á sínum tíma, til að greiða þeim grunnskólakennurum sem gerðu þetta ókeypis áður. Það vill loða við grunnskólakennara að þeir vilja endalaust bjarga heiminum, jafnvel á eigin kostnað. Höfundur er M.Sc. M.Ed. B.Ed.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar