Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2025 11:39 Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en gefur ekki kost á sér til formanns í komandi kosningum. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið skipuð sérstakur sendifulltrúi um stöðu barna í Úkraínu. Um er að ræða ólaunað starf sem hún mun sinna meðfram þingmennsku. Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar. Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Frá þessu er greint frá heimasíðu Evrópuráðsins. Þar segir að hún beini sjónum sínum að þeim áskorunum sem úkraínsk börn standi frammi fyrir og hvernig Evrópuráðið geti stutt við þau, tryggt alþjóðlegt samstarf í þeim efnum og skráningu á tjóni af völdum innrásar Rússlands. Þórdís Kolbrún segir í samtali við Vísi að um sé að ræða ólaunað starf sem hún líti á sem mikla persónulega viðurkenningu fyrir sig eftir störf sín sem utanríkisráðherra. „Undanfarin ár höfðu gríðarlega mikil áhrif á mig. Bæði hvernig maður horfir á heiminn í kringum sig og tímann sem maður hefur. Það að geta orðið að gagni með þessum hætti er mjört stórt atriði fyrir mig persónulega,“ segir Þórdís Kolbrún. Þórdís Kolbrún virðir fyrir sér skemmdir á heimilum fólks í Úkraínu. Málstaðurinn kjarni mjög vel þau gildi sem hún hafi lagt áherslu á í starfi sínu sem utanríksiráðherra með stuðningi ríkisstjórnar, þingsins og samfélagsins. Starfið kalli bæði á ferðalög til Úkraínu og á ráðstefnur til ákvarðanatöku meðal annars í Evrópuráðinu. Þetta verði viðbótarvinna en sérlega mikilvæg vinna. Þórdís Kolbrún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins en ákvað nokkuð óvænt að gefa ekki kost á sér til formanns á landsfundi síðar í mánuðnum. Hún segir boðið um starfið ekki hafa haft áhrif á ákvörðun sína enda hafi það ekki borist fyrr en eftir að hún tilkynnti að hún ætlaði ekki fram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt forsætisráðherra Lettlands, Krišjānis Kariņš.Gatis Rozenfelds Alain Berset, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, segir stöðu barna í Úkraínu forgangsverkefni ráðsins og hjá honum persónulega. „Frá því að innrás Rússlands í Úkraínu hófst fyrir tæpum þremur árum hafa milljónir barna neyðst til að flýja Úkraínu. Þúsundum var vísað úr landi með ólögmætum hætti til Rússlands eða til svæða undir tímabundinni stjórn Rússa eða á hernumdum svæðum.“ Hann segir skipun sérstaks sendifulltrúa mjög mikilvæga vegna mikilvægis að vernda börnin eins og hægt sé. Fréttin var uppfærð með viðbrögðum Þórdísar Kolbrúnar.
Utanríkismál Úkraína Rússland Sjálfstæðisflokkurinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira