Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2025 17:31 Sumir sérfræðingar eru á því að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United hafi sett Marcus Rashford út af sporinu. Getty/Naomi Baker Cristiano Ronaldo stoppaði stutt í seinna skiptið sem hann kom til Manchester United en einn knattspyrnusérfræðingur segir að fórnarkostnaðurinn af komu hans hafi mögulega ýtt einum efnilegasta leikmanni félagsins út af sporinu. Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Marcus Rashford er orðinn leikmaður Aston Villa, út tímabilið hið minnsta. Manchester United lánaði enska landsliðsframherjann til Villa eftir að Rashford hafði verið í frystikistunni síðan í desember. Mikið hefur verið rætt og skrifað um meðferð Ruben Amorim á einni stærstu stjörnu Manchester United liðsins. Mark Ogden, sérfræðingur um enska boltann á ESPN, hefur sína kenningu um þróun mála hjá Rashford og hvernig koma Cristiano Ronaldo á Old Trafford í ágúst 2021 breytti öllu fyrir leikmanninn. „Ég sá Rashford á þeim tíma vera á góðri leið með að verða aðalmaðurinn hjá United. Ole Gunnar Solskjær sagði hins vegar við hann þegar Ronaldo kom: Svona verður þetta og þú verður bara að láta þetta ganga,“ sagði Ogden. „Ole Gunnar var líka á góðri leið með liðið. Cavani var á góðum stað eftir fyrsta tímabilið og Rashford var að þróa sinn leik. Þá kemur Ronaldo inn og þarf að spila sína stöðu sem fremsti maður,“ sagði Ogden. „Rashford þarf að spila út úr sinni bestu stöðu og Cavani missir áhugann og missir treyjunúmerið sitt af því að augljóslega þurfti hann að láta eftir treyju númer sjö,“ sagði Ogden. „Þótt að Ronaldo sjálfur hafi staðið sig vel þá gekk liðinu ekki vel á sama tíma. Ég er eins mikill aðdáandi Ronaldo og þú finnur. Ég tel að hann sé stórkostlegur leikmaður og mikill fagmaður,“ sagði Ogden. „Eftir komu hans snerist þetta allt um lætin utan vallar og skemmtanagildið að fá Ronaldo aftur. Þetta var ekki fótboltaákvörðun. Þetta var slæm hugmynd þegar kom að sjálfum fótboltanum sem liðið spilaði,“ sagði Ogden. „Þessi koma Ronaldo ýtti líka þróun Rashford út af sporinu. Að mínu mati hefur Rashford ekki verið sami leikmaður síðan. Uppgangur hans og fótboltaþroski stöðvaðist þegar Ronaldo mætti á svæðið. Það eru afleiðingarnar af komu Ronaldo,“ sagði Ogden eins og sjá má með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fleiri fréttir Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti
Leik lokið: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti