Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir, Guðni Þór Þórsson og Arent Orri J. Claessen skrifa 6. febrúar 2025 08:32 Það er ekkert nýtt af nálinni að ungt fólk vilji breyta heiminum og ætlist til þess að stjórnvöld og atvinnulíf taki ábyrgð með því að takast á við framtíðaráskoranir í tengslum við umhverfis og samfélagsmál fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Um árabil hefur ungt fólk á alþjóðavísu verið spurt út í þessar áherslur í könnun Deloitte og þar hefur komið í ljós að þessi mál skipta þau miklu máli. Nú, í fyrsta sinn, höfum við gögn og upplýsingar sem gefa í skyn að þessi hugsunarháttur eigi svo sannarlega einnig við um ungt fólk á Íslandi. Afgerandi niðurstöður könnunar á meðal íslensku Z- og aldamótakynslóðarinnar Meirihluti Z-kynslóðarinnar og aldamótakynslóðarinnar á Íslandi kallar eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Í nýrri kynslóðakönnun um sjálfbærni kemur í ljós að heil 80% þátttakenda telja stefnu fyrirtækja í þessum málum vera mikilvægt þegar þau velja sér vinnustað. Þetta er skýrt merki um breytta forgangsröðun þar sem ungt fólk vill starfa hjá fyrirtækjum sem setja sjálfbærni í öndvegi. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að meirihluti þátttakenda telur að bæði atvinnulífið og stjórnvöld geri ekki nóg til að bregðast við loftslagsbreytingum. Auk þess sögðust 73% þátttakenda forðast að versla hraðtísku, sem undirstrikar vaxandi vitund ungu kynslóðanna um áhrif neysluhegðunar á umhverfið. Þessi niðurstaða er skýr áminning til fyrirtækja: sjálfbærni er ekki bara góð markaðsstefna – hún er orðin æ mikilvægara atriði hjá þessum hópi. Tæplega 90% þátttakenda í kynslóðakönnuninni, sem Deloitte, Festa - miðstöð um sjálfbærni og Stúdentaráð Háskóla Íslands létu gera, reyna eftir fremsta megni að lágmarka neikvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið. Það ætti að vekja stjórnendur fyrirtækja til vitundar að 70% ungs fólks er tilbúið að greiða meira fyrir sjálfbærar vörur og þjónustu. Íslensk ungmenni vilja vinna hjá fyrirtækjum sem setja sjálfbærni ofarlega í stefnu sinni og mörg hver eru tilbúin að beita þrýstingi til að tryggja að fyrirtæki taki þennan málaflokk alvarlega. Þrýstingur á atvinnulífið að breyta um stefnu Í könnuninni var spurt hversu mikilvægt þessum hópum finnist að það sem þau vinna við skipti máli og hafi tilgang. Svörin koma ekki á óvart. Ungu fólki á Íslandi finnst nánast öllu mikilvægt að þau finni fyrir tilgangi í vinnunni. Þau vilja mörg hver hafa áhrif og beina kröftum sínum að betri vinnustöðum sem láta sig sjálfbærni varða. Könnunin leiðir til að mynda í ljós að 22% Z-kynslóðarinnar og 29% aldamótakynslóðarinnar á Íslandi hafa þegar þrýst á vinnuveitanda sinn að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Þá horfir stór hluti unga fólksins til umhverfisáhrifa fyrirtækja þegar kemur að starfstengdum ákvörðunum, þar á meðal við val á framtíðarvinnustað. Fyrirtæki sem ekki aðlaga sig að viðhorfum stórs hluta Z- og aldamótakynslóðarinnar til sjálfbærni, eiga jafnvel á hættu að missa verðmæta starfskrafta sem vilja vinna hjá ábyrgum og framsýnum vinnustöðum. Tækifæri til aðgerða Unga fólkið telur að fyrirtæki geti gert betur í loftslagsmálum, meðal annars með því að fræða starfsfólk um sjálfbærni, styðja sjálfbæra valkosti með hvatakerfum, skuldbinda sig til að ná nettólosun gróðurhúsalofttegunda og gera sjálfbærni að að lykilþætti í viðskiptamódelinu. Þetta sýnir að ungt fólk væntir þess að fyrirtæki og stjórnvöld taki raunveruleg skref í átt að sjálfbærri framtíð – og það ætlar sér ekki að vera þögull áhorfandi á þeirri vegferð. Viðhorf ungu kynslóðanna um mikilvægi umhverfis- og samfélagsmála eru skýr. Fyrirtæki þurfa að aðlaga sig að breyttum áherslum ungs fólks og leggja áherslu á mikilvægi þessara þátta í rekstri sínum. Ungar kynslóðir eru tilbúnar að bregðast við með neysluhegðun sinni, starfstengdum ákvörðunum og þrýstingi innan vinnustaða. Fyrirtæki sem ekki tileinka sér skýra stefnu, markmið og aðgerðir á sviði sjálfbærni eiga á hættu að missa ekki aðeins traust neytenda, heldur einnig mikilvægan mannauð. _________________________ Til hliðsjónar og samanburðar í úrvinnslu könnunarinnar voru hafðar niðurstöður sambærilegrar alþjóðlegrar könnunar frá árinu 2024 sem framkvæmd var af Deloitte og náði til 44 landa. Á Íslandi var könnunin send út rafrænt tímabilið október til nóvember 2024 á alla nemendur Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Listaháskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og SÍNE, samtök íslenskra námsmanna erlendis. Þátttakendur voru 240 talsins og var hlutfall Z-kynslóðarinnar 65% á móti 35% hlutfalli aldamótakynslóðarinnar Linkur á íslensku könnunina. Þar má einnig finna link á alþjóðlegu könnunina. Höfundar greinarinnar eru allt ungt fólk: Ísabella Ósk Másdóttir, samskiptastjóri hjá Festu Guðni Þór Þórsson, sérfræðingur Deloitte ehf. Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Það er ekkert nýtt af nálinni að ungt fólk vilji breyta heiminum og ætlist til þess að stjórnvöld og atvinnulíf taki ábyrgð með því að takast á við framtíðaráskoranir í tengslum við umhverfis og samfélagsmál fyrir núverandi og komandi kynslóðir. Um árabil hefur ungt fólk á alþjóðavísu verið spurt út í þessar áherslur í könnun Deloitte og þar hefur komið í ljós að þessi mál skipta þau miklu máli. Nú, í fyrsta sinn, höfum við gögn og upplýsingar sem gefa í skyn að þessi hugsunarháttur eigi svo sannarlega einnig við um ungt fólk á Íslandi. Afgerandi niðurstöður könnunar á meðal íslensku Z- og aldamótakynslóðarinnar Meirihluti Z-kynslóðarinnar og aldamótakynslóðarinnar á Íslandi kallar eftir því að fyrirtæki axli ábyrgð í umhverfis- og samfélagsmálum. Í nýrri kynslóðakönnun um sjálfbærni kemur í ljós að heil 80% þátttakenda telja stefnu fyrirtækja í þessum málum vera mikilvægt þegar þau velja sér vinnustað. Þetta er skýrt merki um breytta forgangsröðun þar sem ungt fólk vill starfa hjá fyrirtækjum sem setja sjálfbærni í öndvegi. Niðurstöðurnar sýna jafnframt að meirihluti þátttakenda telur að bæði atvinnulífið og stjórnvöld geri ekki nóg til að bregðast við loftslagsbreytingum. Auk þess sögðust 73% þátttakenda forðast að versla hraðtísku, sem undirstrikar vaxandi vitund ungu kynslóðanna um áhrif neysluhegðunar á umhverfið. Þessi niðurstaða er skýr áminning til fyrirtækja: sjálfbærni er ekki bara góð markaðsstefna – hún er orðin æ mikilvægara atriði hjá þessum hópi. Tæplega 90% þátttakenda í kynslóðakönnuninni, sem Deloitte, Festa - miðstöð um sjálfbærni og Stúdentaráð Háskóla Íslands létu gera, reyna eftir fremsta megni að lágmarka neikvæð áhrif sín á umhverfið og samfélagið. Það ætti að vekja stjórnendur fyrirtækja til vitundar að 70% ungs fólks er tilbúið að greiða meira fyrir sjálfbærar vörur og þjónustu. Íslensk ungmenni vilja vinna hjá fyrirtækjum sem setja sjálfbærni ofarlega í stefnu sinni og mörg hver eru tilbúin að beita þrýstingi til að tryggja að fyrirtæki taki þennan málaflokk alvarlega. Þrýstingur á atvinnulífið að breyta um stefnu Í könnuninni var spurt hversu mikilvægt þessum hópum finnist að það sem þau vinna við skipti máli og hafi tilgang. Svörin koma ekki á óvart. Ungu fólki á Íslandi finnst nánast öllu mikilvægt að þau finni fyrir tilgangi í vinnunni. Þau vilja mörg hver hafa áhrif og beina kröftum sínum að betri vinnustöðum sem láta sig sjálfbærni varða. Könnunin leiðir til að mynda í ljós að 22% Z-kynslóðarinnar og 29% aldamótakynslóðarinnar á Íslandi hafa þegar þrýst á vinnuveitanda sinn að grípa til aðgerða í loftslagsmálum. Þá horfir stór hluti unga fólksins til umhverfisáhrifa fyrirtækja þegar kemur að starfstengdum ákvörðunum, þar á meðal við val á framtíðarvinnustað. Fyrirtæki sem ekki aðlaga sig að viðhorfum stórs hluta Z- og aldamótakynslóðarinnar til sjálfbærni, eiga jafnvel á hættu að missa verðmæta starfskrafta sem vilja vinna hjá ábyrgum og framsýnum vinnustöðum. Tækifæri til aðgerða Unga fólkið telur að fyrirtæki geti gert betur í loftslagsmálum, meðal annars með því að fræða starfsfólk um sjálfbærni, styðja sjálfbæra valkosti með hvatakerfum, skuldbinda sig til að ná nettólosun gróðurhúsalofttegunda og gera sjálfbærni að að lykilþætti í viðskiptamódelinu. Þetta sýnir að ungt fólk væntir þess að fyrirtæki og stjórnvöld taki raunveruleg skref í átt að sjálfbærri framtíð – og það ætlar sér ekki að vera þögull áhorfandi á þeirri vegferð. Viðhorf ungu kynslóðanna um mikilvægi umhverfis- og samfélagsmála eru skýr. Fyrirtæki þurfa að aðlaga sig að breyttum áherslum ungs fólks og leggja áherslu á mikilvægi þessara þátta í rekstri sínum. Ungar kynslóðir eru tilbúnar að bregðast við með neysluhegðun sinni, starfstengdum ákvörðunum og þrýstingi innan vinnustaða. Fyrirtæki sem ekki tileinka sér skýra stefnu, markmið og aðgerðir á sviði sjálfbærni eiga á hættu að missa ekki aðeins traust neytenda, heldur einnig mikilvægan mannauð. _________________________ Til hliðsjónar og samanburðar í úrvinnslu könnunarinnar voru hafðar niðurstöður sambærilegrar alþjóðlegrar könnunar frá árinu 2024 sem framkvæmd var af Deloitte og náði til 44 landa. Á Íslandi var könnunin send út rafrænt tímabilið október til nóvember 2024 á alla nemendur Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Listaháskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands og SÍNE, samtök íslenskra námsmanna erlendis. Þátttakendur voru 240 talsins og var hlutfall Z-kynslóðarinnar 65% á móti 35% hlutfalli aldamótakynslóðarinnar Linkur á íslensku könnunina. Þar má einnig finna link á alþjóðlegu könnunina. Höfundar greinarinnar eru allt ungt fólk: Ísabella Ósk Másdóttir, samskiptastjóri hjá Festu Guðni Þór Þórsson, sérfræðingur Deloitte ehf. Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun