Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Aron Guðmundsson skrifar 6. febrúar 2025 09:27 Þjálfaraleit HSÍ á sínum tíma var til umræðu í framlengingunni á RÚV þar sem að nýafstaðið heimsmeistaramótið í handbolta var gert upp Vísir/Samsett mynd Þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eða öllu heldur vinnubrögð HSÍ í síðustu þjálfaraleit sambandsins, voru til umræðu í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið HM var gert upp og mátti heyra að sérfræðingar þáttarins, allt fyrrverandi landsliðsmenn, voru ekki sáttir með hvernig staðið var að málum þar. Það vakti athygli á sínum tíma hversu harðorður Dagur var í garð HSÍ eftir að hafa rætt við forráðamenn sambandsins um stöðu landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins en þjálfaraleit stóð þá yfir eftir að samstarfinu við Guðmund Þórð Guðmundsson lauk: „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ sagði Dagur í samtali við Vísi á þeim tíma árið 2023 og lýsti því hvernig hann hafði fundað með forráðamönnum HSÍ á kaffihúsi en síðan hafi ekkert heyrst frá þeim í fimm vikur: „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma,“ bætti Dagur við á sínum tíma.“ „Hægt að setja það alveg feitt á HSÍ“ Umræða um akkúrat þetta spratt upp í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta var gert upp hjá íslenska landsliðinu. Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrði þættinum og fyrrverandi landsliðsmennirnir Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson lögðu sitt matt á mótið þar sem Ísland fór heim eftir keppni í milliriðlum á meðan að Dagur fór með króatíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn og vann til silfurverðlauna. Ísland tapaði aðeins einum leik á mótinu. Vitað er að Dagur var opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu með núverandi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni en Dagur var á þessum tíma landsliðsþjálfari Japan. Snorri Steinn á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Króatíu í Zagreb í milliriðlum HM í handboltaVísir/Vilhelm Gunnarsson „Við tökum áhættuna þegar að við ráðum ungan þjálfara því oftast verða þeir betri þeim mun meira sem þeir hafa lent í. Snorri er rétt að stíga þessi skref sem þjálfari. Og það er okkar ákvörðun sem HSÍ, sem landslið, að taka hann,“ segir Ólafur Stefánsson. Dagur hefur gert magnaða hluti á sínum þjálfaraferli, meðal annars gert þýska landsliðið að Evrópumeisturum, unnið til verðlauna á Ólympíuleikunum og nú heimsmeistaramóti sem og unnið titla sem þjálfari félagsliða. Hann var tilbúin að taka við íslenska landsliðinu en viðræðurnar, sem voru skýrðar út hér fyrir ofan, gáfu ekki góð fyrirheit. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ bætti Ólafur við og Logi tók boltann: „Þeir hittu hann og síðan liðu fimm vikur. Hann sagði sjálfur að hann hefði áhuga á því að taka við liðinu…Hann vildi losna frá Japan, vildi taka við Íslandi en þeir vildu bara ekki fá hann. Og fólk er að spyrja mig núna hvað hafi eiginlega gengið á, af hverju var hann ekki ráðinn?“ „Eru það menn með handbolta innsýn? Þá tók Kári Kristján til máls: „Hver tekur þessar ákvarðanir? Hver er að ræða við Dag? Er það framkvæmdastjórinn og formaðurinn? Þá segi ég: Ef það eru framkvæmdastjórinn og formaðurinn, eru það menn með handbolta innsýn? Til þess að taka ákvörðun um það hvort þú ætlir að ráða þennan landsliðsþjálfara eða ekki.“ Kári segir þetta bara vera dýrt. „Við erum bara það fá, en erum samt að framleiða ótrúlegt magn af færum þjálfurum. En höfum samt ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki.“ „Nei, nei það er þannig,“ svaraði Ólafur og tók undir með Kára. Sérfræðingarnir þrír hafa hins vegar bullandi trú á Snorra Steini, núverandi landsliðsþjálfara. „Ég hef trú á Snorra,“ segir Ólafur. „Hann mun dreyma þennan leik við Króatíu núna hverja nótt. Kom með ef og hefði og allt það. Hann kemur reynslunni ríkari og fer inn í allt árið núna. Það er bæði Snorra að taka þessa punkta en einnig leikmanna að halda trúnni á að þeir séu medalíuhópur innan tveggja til þriggja ára.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Sjá meira
Það vakti athygli á sínum tíma hversu harðorður Dagur var í garð HSÍ eftir að hafa rætt við forráðamenn sambandsins um stöðu landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins en þjálfaraleit stóð þá yfir eftir að samstarfinu við Guðmund Þórð Guðmundsson lauk: „Ég skil alveg að Guðmundur Guðmundsson hafi átt í erfiðu samstarfi þarna ef þetta eru vinnubrögðin. Maður hefur eiginlega áhyggjur af stöðunni þarna,“ sagði Dagur í samtali við Vísi á þeim tíma árið 2023 og lýsti því hvernig hann hafði fundað með forráðamönnum HSÍ á kaffihúsi en síðan hafi ekkert heyrst frá þeim í fimm vikur: „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma,“ bætti Dagur við á sínum tíma.“ „Hægt að setja það alveg feitt á HSÍ“ Umræða um akkúrat þetta spratt upp í Framlengingunni hjá RÚV þar sem að nýafstaðið heimsmeistaramót í handbolta var gert upp hjá íslenska landsliðinu. Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrði þættinum og fyrrverandi landsliðsmennirnir Logi Geirsson, Ólafur Stefánsson og Kári Kristján Kristjánsson lögðu sitt matt á mótið þar sem Ísland fór heim eftir keppni í milliriðlum á meðan að Dagur fór með króatíska landsliðið alla leið í úrslitaleikinn og vann til silfurverðlauna. Ísland tapaði aðeins einum leik á mótinu. Vitað er að Dagur var opinn fyrir því að taka við íslenska landsliðinu með núverandi landsliðsþjálfaranum Snorra Steini Guðjónssyni en Dagur var á þessum tíma landsliðsþjálfari Japan. Snorri Steinn á hliðarlínunni í leik Íslands gegn Króatíu í Zagreb í milliriðlum HM í handboltaVísir/Vilhelm Gunnarsson „Við tökum áhættuna þegar að við ráðum ungan þjálfara því oftast verða þeir betri þeim mun meira sem þeir hafa lent í. Snorri er rétt að stíga þessi skref sem þjálfari. Og það er okkar ákvörðun sem HSÍ, sem landslið, að taka hann,“ segir Ólafur Stefánsson. Dagur hefur gert magnaða hluti á sínum þjálfaraferli, meðal annars gert þýska landsliðið að Evrópumeisturum, unnið til verðlauna á Ólympíuleikunum og nú heimsmeistaramóti sem og unnið titla sem þjálfari félagsliða. Hann var tilbúin að taka við íslenska landsliðinu en viðræðurnar, sem voru skýrðar út hér fyrir ofan, gáfu ekki góð fyrirheit. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ bætti Ólafur við og Logi tók boltann: „Þeir hittu hann og síðan liðu fimm vikur. Hann sagði sjálfur að hann hefði áhuga á því að taka við liðinu…Hann vildi losna frá Japan, vildi taka við Íslandi en þeir vildu bara ekki fá hann. Og fólk er að spyrja mig núna hvað hafi eiginlega gengið á, af hverju var hann ekki ráðinn?“ „Eru það menn með handbolta innsýn? Þá tók Kári Kristján til máls: „Hver tekur þessar ákvarðanir? Hver er að ræða við Dag? Er það framkvæmdastjórinn og formaðurinn? Þá segi ég: Ef það eru framkvæmdastjórinn og formaðurinn, eru það menn með handbolta innsýn? Til þess að taka ákvörðun um það hvort þú ætlir að ráða þennan landsliðsþjálfara eða ekki.“ Kári segir þetta bara vera dýrt. „Við erum bara það fá, en erum samt að framleiða ótrúlegt magn af færum þjálfurum. En höfum samt ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki.“ „Nei, nei það er þannig,“ svaraði Ólafur og tók undir með Kára. Sérfræðingarnir þrír hafa hins vegar bullandi trú á Snorra Steini, núverandi landsliðsþjálfara. „Ég hef trú á Snorra,“ segir Ólafur. „Hann mun dreyma þennan leik við Króatíu núna hverja nótt. Kom með ef og hefði og allt það. Hann kemur reynslunni ríkari og fer inn í allt árið núna. Það er bæði Snorra að taka þessa punkta en einnig leikmanna að halda trúnni á að þeir séu medalíuhópur innan tveggja til þriggja ára.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Handbolti Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Sjá meira