Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2025 08:02 Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson hafa að mati Geirs allir mátt þola ósanngjarna meðferð af hálfu HSÍ. Guðmundur B. Ólafsson hættir sem formaður HSÍ í vor eftir tólf ár í starfi. Samsett/Getty/Vísir Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handbolta, segir að framkoma forráðamanna HSÍ í garð Dags Sigurðssonar, við þjálfaraleitina fyrir tveimur árum, sé ekkert einsdæmi. Hann nefnir fjölda þjálfara sem hann segir hafa upplifað sams konar framkomu. Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“ Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Eftir framgöngu Króatíu á nýafstöðnu HM, þar sem liðið endaði á að vinna silfurverðlaun undir stjórn Dags, hefur verið nokkuð rætt um þá staðreynd að Dagur stóð HSÍ til boða fyrir tveimur árum, eftir að þjálfaratíð Guðmundar Guðmundssonar lauk. Dagur var þó á þeim tíma landsliðsþjálfari Japans en eins og frægt er orðið fundaði hann með forráðamönnum HSÍ og heyrði svo ekki meira í þeim næstu fimm vikurnar. Dagur steig þá fram í viðtali við Vísi og sagðist strax hafa skynjað að „það var enginn hugur á bakvið þetta hjá þeim að fara að ráða mig“ og lýsti fundinum með HSÍ sem vísi að leikriti. Í Framlengingunni á RÚV í vikunni ræddu svo fyrrverandi landsliðmennirnir Ólafur Stefánsson, Logi Geirsson og Kári Kristján Kristjánsson um þetta og hörmuðu framkomu HSÍ gagnvart Degi á sínum tíma, áður en Snorri Steinn Guðjónsson var svo ráðinn. „Það er hægt að setja það alveg feitt á HSÍ. Dagur var kannski ekki tilbúinn að verða landsliðsþjálfari en hann var tilbúinn í að vera jafnvel með Snorra. Þetta hefði verið allt önnur sena ef þeir hefðu ekki komið fram við hann eins og hann væri sko… ég vil ekki segja það,“ sagði Ólafur og félagar hans í settinu tóku undir: „Við höfum ekkert efni á því að koma svona fram við okkar besta fólk. Við bara höfum það ekki,“ sagði Kári Kristján. Geir Sveinsson tjáði sig um framkomu HSÍ gagnvart Degi sigurðssyni og nefndi fjölda þjálfara sem hann telur hafa þurft að eiga við sams konar framkomu.Skjáskot/@GSveinsson Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og svo landsliðsþjálfari á árunum 2016-18, vitnaði í þessi ummæli úr Framlengingunni í skrifum á Twitter og skrifar: „Þessi framkoma HSÍ er langt í frá ný af nálinni. Þetta hefur verið við lýði til fjölda ára og margir upplifað hana í gegnum tíðina. Dæmi um þá sem hafa upplifað þetta eru Aron Kristjánsson, Mattías Andersson, undirritaður, Óskar Bjarni Óskarsson, Axel Stefánsson, Guðmundur Þórður, Gunni Magg, Dagur Sigurðsson auk fjölda annarra,“ skrifar Geir og vísar til fyrrverandi landsliðsþjálfara karla og kvenna, og aðstoðarþjálfara. „Á þessum bæ breytist lítið,“ endar Geir á að skrifa. Fráfarandi formaður: Réttar ákvarðanir í öllum þjálfaramálum Breytingar eru þó framundan í æðstu stöðum hjá HSÍ því formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta í vor, eftir tólf ára starf. „Ég held að það sé bara kominn tími að skipta um mann í brúnni,“ segir Guðmundur í samtali við RÚV og tjáir sig einnig stuttlega um gagnrýnina á hans störf varðandi þjálfaramál: „Þó að maður horfi til baka þá held ég að við séum búnir að taka réttar ákvarðanir í öllum þessum þjálfaramálum. Við eigum bara að gefa ungum þjálfara eins og Snorra, sem við völdum, tækifæri til að þroskast í starfi. Ég held að hann eigi eftir að ná góðum árangri með liðið.“
Landslið karla í handbolta HSÍ Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira