Josh Allen bestur í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Enginn háskóli hafði áhuga á Josh Allen er hann kom úr framhaldsskóla. Hann er núna verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar. vísir/getty Lokahóf NFL-deildarinnar, NFL Honors, fór fram í nótt en þá voru bestu leikmenn deildarinnar heiðraðir. Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00. NFL Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira
Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00.
NFL Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Körfubolti Fleiri fréttir Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Sjá meira