Meirihlutinn fallinn í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 20:01 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. RÚV greindi fyrst frá en Vísir hefur fengið slitin staðfest. Nokkur ágreiningur hefur verið í borgarstjórn um flugvallarmálið undanfarna daga. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna málsins. „Afstaða Pírata, Samfylkingar og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur verið alveg skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Í viðtali Morgunblaðsins talaði Einar líka um stefnu meirihlutans í samgöngumálum. „Það hefur verið þrengt að fjölskyldubílnum með þeim skilaboðum um að taka strætó en þjónustan er samt ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna hvert öðru mildi þegar kemur að þessu. Venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum á erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi,“ sagði hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til funda oddvita Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar í borginni í kvöld vegna stöðunnar. Nýleg könnun Gallup á fylgi flokkanna í borginni leiddi í ljós að Framsókn mældist með rúmlega þriggja prósenta fylgi. Fylgi flokksins hefur hrapað síðan í miklum kosningasigri vorið 2022 þegar flokkurinn fékk 18 prósenta fylgi í borginni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Píratar Tengdar fréttir Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en Vísir hefur fengið slitin staðfest. Nokkur ágreiningur hefur verið í borgarstjórn um flugvallarmálið undanfarna daga. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna málsins. „Afstaða Pírata, Samfylkingar og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur verið alveg skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Í viðtali Morgunblaðsins talaði Einar líka um stefnu meirihlutans í samgöngumálum. „Það hefur verið þrengt að fjölskyldubílnum með þeim skilaboðum um að taka strætó en þjónustan er samt ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna hvert öðru mildi þegar kemur að þessu. Venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum á erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi,“ sagði hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til funda oddvita Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar í borginni í kvöld vegna stöðunnar. Nýleg könnun Gallup á fylgi flokkanna í borginni leiddi í ljós að Framsókn mældist með rúmlega þriggja prósenta fylgi. Fylgi flokksins hefur hrapað síðan í miklum kosningasigri vorið 2022 þegar flokkurinn fékk 18 prósenta fylgi í borginni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Píratar Tengdar fréttir Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20