Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Lovísa Arnardóttir skrifar 8. febrúar 2025 14:38 Guðrún tilkynnti um formannsframboð sitt í dag. Vísir/Vésteinn Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, býður sig fram til formanns flokksins. Það tilkynnti Guðrún á fjölmennum fundi í Salnum í Kópavogi í dag. Guðrún sagði í ræðu sinni flokkinn í vanda og á krossgötum. Hún sé tilbúin til að leiða flokkinn út úr því. Guðrún leggur af stað í hringferð á mánudaginn. Fjölmennt var á fundinum og ýmsir þingmenn og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins í salnum. Þar má nefna til dæmis þingmennina Vilhjálm Árnason og Ólaf Adolfsson og bæjarstjórarana Elliða Vignisson í Ölfus og Harald Benediktsson á Akranesi. „Við fengum fyrr í vetur verstu kosninganiðurstöðu í sögu flokksins. Við erum ekki lengur í ríkisstjórn og að sumu leyti erum við komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í íslenskum stjórnmálum. Þessu viljum við breyta! Þessu ætlum við að breyta,“ sagði Guðrún. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, kynnti Guðrúnu á svið.Vísir/Vésteinn Hún sagði lykilinn að þessum breytingum að opna „faðm flokksins“ og gera hann aftur að breiðfylkingu borgaralegra afla. „Laða aftur til okkar það fólk sem af ýmsum og ólíkum ástæðum hefur fundið sér annan pólitískan samastað á síðustu árum, um leið og við sækjum nýjan stuðning til nýrra kynslóða. Og þetta gerum við með því að sækja í grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að finna aftur okkar kjarna,“ sagði Guðrún. Hér má horfa á upptöku frá framboðsfundi Guðrúnar. Saga Kjöríss ekki þrautalaus Guðrún lýsti því í hverju henni finnst stefna flokksins kjarnast og fór yfir sögu fjölskyldu sinnar og aðdraganda þess að fjölskyldufyrirtækið Kjörís var stofnað. „Saga Kjöríss er ekki þrautalaus en eftir stofnun þess tók við áratugalöng barátta fyrir frelsinu og einkaframtakinu, fyrir nýsköpuninni, fjölbreytninni og valfrelsi neytandans. Þessa baráttu þekkjum við öll í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Guðrún. Hún sagði fráfall föður síns, þegar hún var aðeins 23 ára, hafa verið mikið áfall. Hann deyr skyndilega á laugardegi og á mánudegi er það mitt hlutskipti að tilkynna öllu starfsfólki fyrirtækisins að pabbi sé allur og að ég muni taka við rekstri fyrirtækisins. Þá hafði ég unnið sem hægri hönd hans um nokkurt skeið. Þetta var skrítinn tími Sorgin hafi verið yfirþyrmandi og að á sama tíma að taka við leiðtogahlutverkinu. „…taka mín fyrstu skref sem stjórnandi í atvinnulífinu og sanna mig fyrir öllu því góða fólki sem átti afkomu sína undir fyrirtækinu. Ég hef því töluverða reynslu af því að stíga inn í krefjandi aðstæður, byggja upp og sækja fram í brothættu ástandi. Kannski meiri reynslu en ég hefði sjálf kosið.“ Hún sagði þetta allt hafa mótað sig og hennar hugsjónir. „Ég hef af eigin raun upplifað hversu mikilvægt frelsið er og hversu miklar afleiðingar það getur haft ef það er brotið á bak aftur. Ég hef líka lært hvernig framtak einstaklingsins getur skapað ótal tækifæri, bara ef það fær að lifa og blómstra. Gildi sjálfstæðisstefnunnar eru mér í raun í blóð borin. En þessi barátta er ekki búin,“ sagði Guðrún. Standa frammi fyrir áskorunum Hún sagði íslensku þjóðina standa frammi fyrir miklum áskorunum sem og flokkinn sjálfan. „Við sjálfstæðismenn verðum að vera heiðarleg við okkur sjálf og gangast við því að flokkurinn er nú í krefjandi aðstæðum, jafnvel brothættum. Það er ekki sagt til að varpa rýrð á neinn. Allra síst fráfarandi formann sem á sinni formannstíð hefur þurft að takast á við einstaklega krefjandi aðstæður og lyft grettistaki til að endurheimta lífskjör og samkeppnishæfni atvinnulífsins eftir efnahagshrunið,“ sagði Guðrún. Það breytti því ekki að þau hefðu undanfarið séð á eftir allt of mörgum félögum og innbyrðis átök hefðu verið of harðvítug í of langan tíma. Þessari þróun þurfi að snúa við. „Það er mín niðurstaða eftir að hafa ígrundað málið vel að reynsla mín og þekking, gildi mín og einlægur vilji til að vera sameinandi afl muni nýtast flokknum vel í það mikilvæga verkefni sem fram undan er að leiða Sjálfstæðisflokkinn til farsællar framtíðar og vinna Íslandi heilt. Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, skapa samstöðu og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún á fundinum í dag. Fjölmenni var viðstatt fundinn líkt og áður segir en meðal þeirra voru Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem gaf nýverið út að hann gæfi ekki kost á sér sem nýr formaður flokksins, Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í borginni og Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Guðrún og Áslaug fram Guðrún er sú þriðja til að tilkynna framboð til formanns. Kosið verður um formann á landsfundi Sjálfstæðismanna sem fer fram 28. febrúar til 3. mars. Fyrir hafa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og Snorri Ásmundsson listamaður tilkynnt um framboð til formanns. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í upphafi vikunnar að hann ætli ekki fram til formanns. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. 8. febrúar 2025 12:28 Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og ljóst að mikla vinnu þurfi innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera fleiri, en þau séu með skýra hugsjón. 27. janúar 2025 09:10 Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. 3. febrúar 2025 19:41 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Fjölmennt var á fundinum og ýmsir þingmenn og sveitarstjórnarmenn Sjálfstæðisflokksins í salnum. Þar má nefna til dæmis þingmennina Vilhjálm Árnason og Ólaf Adolfsson og bæjarstjórarana Elliða Vignisson í Ölfus og Harald Benediktsson á Akranesi. „Við fengum fyrr í vetur verstu kosninganiðurstöðu í sögu flokksins. Við erum ekki lengur í ríkisstjórn og að sumu leyti erum við komin úr bílstjórasætinu í aftursætið í íslenskum stjórnmálum. Þessu viljum við breyta! Þessu ætlum við að breyta,“ sagði Guðrún. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, kynnti Guðrúnu á svið.Vísir/Vésteinn Hún sagði lykilinn að þessum breytingum að opna „faðm flokksins“ og gera hann aftur að breiðfylkingu borgaralegra afla. „Laða aftur til okkar það fólk sem af ýmsum og ólíkum ástæðum hefur fundið sér annan pólitískan samastað á síðustu árum, um leið og við sækjum nýjan stuðning til nýrra kynslóða. Og þetta gerum við með því að sækja í grunngildi Sjálfstæðisflokksins. Við þurfum að finna aftur okkar kjarna,“ sagði Guðrún. Hér má horfa á upptöku frá framboðsfundi Guðrúnar. Saga Kjöríss ekki þrautalaus Guðrún lýsti því í hverju henni finnst stefna flokksins kjarnast og fór yfir sögu fjölskyldu sinnar og aðdraganda þess að fjölskyldufyrirtækið Kjörís var stofnað. „Saga Kjöríss er ekki þrautalaus en eftir stofnun þess tók við áratugalöng barátta fyrir frelsinu og einkaframtakinu, fyrir nýsköpuninni, fjölbreytninni og valfrelsi neytandans. Þessa baráttu þekkjum við öll í Sjálfstæðisflokknum,“ sagði Guðrún. Hún sagði fráfall föður síns, þegar hún var aðeins 23 ára, hafa verið mikið áfall. Hann deyr skyndilega á laugardegi og á mánudegi er það mitt hlutskipti að tilkynna öllu starfsfólki fyrirtækisins að pabbi sé allur og að ég muni taka við rekstri fyrirtækisins. Þá hafði ég unnið sem hægri hönd hans um nokkurt skeið. Þetta var skrítinn tími Sorgin hafi verið yfirþyrmandi og að á sama tíma að taka við leiðtogahlutverkinu. „…taka mín fyrstu skref sem stjórnandi í atvinnulífinu og sanna mig fyrir öllu því góða fólki sem átti afkomu sína undir fyrirtækinu. Ég hef því töluverða reynslu af því að stíga inn í krefjandi aðstæður, byggja upp og sækja fram í brothættu ástandi. Kannski meiri reynslu en ég hefði sjálf kosið.“ Hún sagði þetta allt hafa mótað sig og hennar hugsjónir. „Ég hef af eigin raun upplifað hversu mikilvægt frelsið er og hversu miklar afleiðingar það getur haft ef það er brotið á bak aftur. Ég hef líka lært hvernig framtak einstaklingsins getur skapað ótal tækifæri, bara ef það fær að lifa og blómstra. Gildi sjálfstæðisstefnunnar eru mér í raun í blóð borin. En þessi barátta er ekki búin,“ sagði Guðrún. Standa frammi fyrir áskorunum Hún sagði íslensku þjóðina standa frammi fyrir miklum áskorunum sem og flokkinn sjálfan. „Við sjálfstæðismenn verðum að vera heiðarleg við okkur sjálf og gangast við því að flokkurinn er nú í krefjandi aðstæðum, jafnvel brothættum. Það er ekki sagt til að varpa rýrð á neinn. Allra síst fráfarandi formann sem á sinni formannstíð hefur þurft að takast á við einstaklega krefjandi aðstæður og lyft grettistaki til að endurheimta lífskjör og samkeppnishæfni atvinnulífsins eftir efnahagshrunið,“ sagði Guðrún. Það breytti því ekki að þau hefðu undanfarið séð á eftir allt of mörgum félögum og innbyrðis átök hefðu verið of harðvítug í of langan tíma. Þessari þróun þurfi að snúa við. „Það er mín niðurstaða eftir að hafa ígrundað málið vel að reynsla mín og þekking, gildi mín og einlægur vilji til að vera sameinandi afl muni nýtast flokknum vel í það mikilvæga verkefni sem fram undan er að leiða Sjálfstæðisflokkinn til farsællar framtíðar og vinna Íslandi heilt. Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, skapa samstöðu og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún á fundinum í dag. Fjölmenni var viðstatt fundinn líkt og áður segir en meðal þeirra voru Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem gaf nýverið út að hann gæfi ekki kost á sér sem nýr formaður flokksins, Viktor Pétur Finnsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti flokksins í borginni og Arent Orri J. Claessen, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Guðrún og Áslaug fram Guðrún er sú þriðja til að tilkynna framboð til formanns. Kosið verður um formann á landsfundi Sjálfstæðismanna sem fer fram 28. febrúar til 3. mars. Fyrir hafa Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og Snorri Ásmundsson listamaður tilkynnt um framboð til formanns. Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í upphafi vikunnar að hann ætli ekki fram til formanns. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. 8. febrúar 2025 12:28 Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og ljóst að mikla vinnu þurfi innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera fleiri, en þau séu með skýra hugsjón. 27. janúar 2025 09:10 Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. 3. febrúar 2025 19:41 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Sjá meira
Bein útsending: Guðrún tilkynnir ákvörðun sína Guðrún Hafsteinsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi klukkan 14. Fastlega er gert ráð fyrir að hún tilkynni um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins. 8. febrúar 2025 12:28
Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir fylgi Sjálfstæðisflokksins óásættanlegt og ljóst að mikla vinnu þurfi innan flokksins til að endurheimta það. Flokkurinn sé samt langt því frá að vera brotinn. Með mikinn stuðning í grasrót og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Það séu fjórtán þingmenn, sem mætti vera fleiri, en þau séu með skýra hugsjón. 27. janúar 2025 09:10
Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir því að verða formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi. 3. febrúar 2025 19:41
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels