„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:00 Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, trúði ekki sínum eigin augum í leikslok. Vísir/Anton Brink Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var gott sem orðlaus eftir grátlegt tap Aftureldingar á móti Fram í Olís-deild karla í handbolta í dag. Mosfellingar leiddu með sjö mörkum í hálfleik en glutruðu niður forskotinu og töpuðu leiknum með tveimur mörkum, 34-32. „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum. Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik og bara að upplifa þetta, þetta er ótrúlegt. Við vissum að Fram er með frábært lið og þeir koma til baka, það kom engum á óvart. Hugarfarið hjá okkur, það vantar „killerinn“ í þetta, ef við ætlum okkur eitthvað annað en bara næstum því. Þetta er hugarfarið sem við þurfum að komast yfir. Það dugar ekki að slaka á sjö mörkum yfir á móti Fram og halda að maður komist upp með það,“ sagði Gunnar skömmu eftir leikinn. Mosfellingur leiddu 20-13 í hálfleik og benti fátt til þess að Framarar færu með sigur af hólmi í dag. Fyrsta mark Mosfellinga í seinni hálfleik kom eftir rúmar níu mínútur og var mikill meðbyr með Frömurum í upphafi seinni hálfleiks. „Seinni hálfleikur, við mættum ekki til leiks. Þú getur ímyndað þér hvað er talað í hálfleik í svona stöðu. Mannskepnan er kannski svo einföld að maður slakar bara á og þeir ganga á lagið og ná mómentinu. Við horfum tölfræðina hjá okkur í seinni hálfleik, það er bara grín að horfa á vörnina og markvarslan dettur niður,“ sagði þjálfarinn um leik leiðsins í seinni hálfleik. Lykilleikmenn brugðust í seinni hálfleik Gunnar var einnig afar ósáttur með máttarstólpa liðsins í seinni hálfleik og var fátt um fína drætti hjá lykilleikmönnum liðsins í seinni hálfleik. „Svo er varla framlag, horfðu á útilínuna, Blær [Hinriksson] ekki með mark og Biggi [Birgir Steinn Jónsson] með eitt víti og lítið hjá þeim örvhentu. Þetta hrundi allt saman og lykilmennirnir einhvern veginn voru ekki þarna. Það er eitthvað sem ég þarf að skoða, hvað er það sem ég get gert til að hjálpa þeim í gegnum þetta því að þetta er hugarfarið. Ef maður ætlar að afreka eitthvað á ævinni og vinna eitthvað þarf maður að komast yfir þetta.“ Mosfellingar fóru gríðarlega vel af stað í leiknum og komust Framarar ekki lönd né strönd og var staðan 10-3, Afturelding í vil, á tímapunkti í fyrri hálfleik. Skiljanlega var Gunnar sáttur með taktinn í byrjun leiks en segir að Mosfellingar hafa ekki mætt til leiks í seinni hálfleik. „Frábær vörn og sókn í fyrri hálfleik enda vorum við sjö mörkum yfir en við köstuðum þessu frá okkur. Leikurinn er 60 mínútur og ef þú mætir ekki í þetta og leyfir þér þetta þá auðvitað gengur jafn gott lið og Fram á lagið.“ „Erfitt að sjá ljósan punkt eftir að hafa kastað frá sér sjö marka forystu og sýnt svona frammistöðu og andlegan veikleika, það er erfitt,“ sagði Gunnar niðurlútur að lokum.
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn