„Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ Hinrik Wöhler skrifar 8. febrúar 2025 19:40 Einar Jónsson, þjálfari Fram, var í skýjunum eftir dramatískan tveggja marka sigur í dag. Vísir/Diego Einar Jónsson, þjálfari Fram, var kampakátur í leikslok eftir ótrúlega endurkomu Fram er liðið sigraði Aftureldingu í Olís-deild karla í handbolta í dag. Á tímapunkti í leiknum hafði hann litla sem enga trú á að liðið gæti snúið blaðinu við. „Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu. Fram Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
„Ég skal viðurkenna það að ég bjóst ekki við þessu í hálfleik og ætla ekki einu sinni að þykjast að vera það frábær að hafa trú á þessu einu sinni,“ sagði Einar eftir sveiflukenndan leik í dag. „Strákarnir þjöppuðu sér saman og sýndu geðveikan karakter og rosaleg gæði í seinni hálfleik. Við vorum ógeðslega góðir og einhverju leyti sjálfum okkur líkir því við erum frábært sóknarlið. Við vorum alls ekki að sýna það í fyrri hálfleik en vissulega var vörn Aftureldingar alveg frábær í fyrri hálfleik líka. Við sýndum allt annan leik í seinni hálfleik og strákarnir eiga þvílíkt hrós skilið,“ bætti Einar við. Sama upplegg í seinni hálfleik Þrátt fyrir vera sjö mörkum undir í hálfleik þá sagði Einar að þeir héldu áfram að spila sama upplegg en það sem breytist var andlegi þátturinn ásamt hraðari sóknarleik. „Við töluðum um það í hálfleik, þetta snerist ekki um það hvað við ætluðum að spila, breyta um vörn eða gera þetta og hitt. Þetta snerist um að koma með meiri ákefð og tempó í leikinn okkar. Hvort sem það var í vörn eða sókn. Þetta var meira hugarfarið en eitthvað annað og menn heldur betur girtu sig í brók í hálfleik. Við spiluðum nákvæmlega eins, sama taktík og vörn, en svona getur hausinn verið skrýtinn hjá manni,“ sagði Einar um leik liðsins í seinni hálfleik. Framarar gengu á lagið í byrjun seinni hálfleik og voru ekki lengi að koma sér inn í leikinn á ný. Einar reiknaði ekki með að þeir myndu ná að halda jafn góðri spilamennsku út allan seinni hálfleik en lukkulega fyrir Framara var spilamennskan gott sem fullkomin allan seinni hálfleik. „Við vorum eiginlega búnir að ná þeim eftir tíu mínútur og mér fannst við góðir en oft á tíðum kemur smá „setback“. Þú ert búinn að elta allan leikinn en það gerðist aldrei og þetta mjatlaðist áfram. Sóknarleikurinn var algjörlega frábær í seinni hálfleik og við skoruðum 21 mark í seinni hálfleik. Við erum frábært sóknarlið og eigum að skora meira en 30 mörk í leik.“ Tveir dramatískir sigrar á nýju ári Fram hefur sigrað báða leiki sína á nýju ári á afar dramatískan hátt en Einar segist ekki kvarta yfir því, svo lengi sem þeir vinna. „Ef við vinnum alltaf svona er ég sáttur, þetta er búið að vera svakaleg dramatík og mér fannst við sýna rosalegan karakter og seiglu á móti Haukum. Í dag sýndum við karakter en líka rosaleg gæði í seinni hálfleik þannig þetta er kannski einhverju ólíkt. Þetta er kannski ágætis undirbúningur fyrir Final 4-helgina og úrslitakeppnina. Þetta fer í reynslubankann, klárlega,“ sagði Einar að endingu.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Fótbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn