Le Havre skoraði fyrra mark sitt rétt fyrir hálfleik og það seinna snemma í seinni hálfleik.
Hákon spilaði allan leikinn fremstur á miðju og kom boltanum í netið á 81. mínútu, en eftir myndbandsskoðun kom í ljós að liðsfélagi hans, Chuba Akpom, hafði brotið af sér í aðdragandanum.
Akpom átti þó eftir að bæta upp fyrir það því hann skoraði sjálfur á sjöundu mínútu uppbótartíma og minnkaði muninn í 1-2.
Lille hefur nú tapað tveimur af síðustu þremur deildarleikjum og situr í fimmta sæti deildarinnar, með 35 stig eftir 21 umferð.
Le Havre reif sig upp úr neðsta sæti deildarinnar með þessum sigri og hefur nú safnað 17 stigum. Montpellier er tveimur stigum neðar en á leik til góða.