Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. febrúar 2025 20:50 Guðrún Hafsteinsdóttir býður fram krafta sína til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir segist bjóða sig fram sem sameinandi afl fyrir alla Sjálfstæðismenn. Nái hún kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins verði allar deilur skildar eftir í fortíðinni. Guðrún tilkynnti um formannsframboð fyrir fullum Sal í dag. Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Guðrún boðaði til fundar í Salnum í Kópavogi með þriggja daga fyrirvara, sem flestir töldu fyrir fram að Guðrún myndi nýta til að bjóða sig fram í embætti formanns. „Með þetta að leiðarljósi, að byggja upp, að skapa samstöðu, og ná árangri, tek ég auðmjúk við hinum fjölmörgu áskorunum sem mér hafa borist og ég býð fram krafta mína til að leiða Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði Guðrún. Margt var um manninn á fundinum í dag, en þar mátti meðal annars sjá sitjandi þingmenn, sveitarstjóra, og Ágústu Johnson, eiginkonu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem tilkynnti í upphafi viku að hann myndi ekki gefa kost á sér til formanns. „Það kom gríðarlegur fjöldi af Suðurnesjum, og líka gríðarlegur fjöldi líka austan Hellisheiðar, og fólk kom víða að, alls staðar að landinu og það kom gleðilega á óvart.“ Guðrún lagði í ræðu sinni áherslu á að sameina Sjálfstæðisflokkinn, en undanfarin ár hefur nokkuð verið fjallað um átök innan hans, meðal annars milli Áslaugar Örnu, mótframbjóðanda Guðrúnar til formanns, og Guðlaugs Þórs. „Ég er að bjóða mig fram sem sameinandi afl, og þá ef að ég verð valin af mínum flokksmönnum, þá leggjum við allar deilur aftur fyrir okkur og hefjum nýja vegferð.“ Næsti formaður fái ærin verkefni, nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn síðan 2013. „En það verður líka verkefnið, það eru sveitarstjórnarkosningar á næsta ári, og það voru tíðindi í gær til dæmis úr borginni. Það er verkefni auðvitað að Sjálfstæðisflokkurinn nái borginni aftur til sín og stýri henni hér af festu og dugnaði, áræðni, og komi hlutum í framkvæmd sem ekki hefur verið gert og þá er ég til dæmis að nefna samgöngur og húsnæðismál.“ Guðrún hlakki til formannsslags við Áslaugu, og mögulega fleiri. „Ég hlakka mest til þess að fara um landið, hitta flokksmenn og landsmenn alla og ræða sjálfstæðisstefnuna og frelsishugsunina og hvernig við ætlum að halda hér íslandi áfram í fremstu röð allra ríkja.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira