Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. febrúar 2025 10:47 Jón Halldórsson er formaður handknattleiksdeildar Vals og eigandi KVAN. Jón Halldórsson, formaður handknattleiksdeildar Vals, hefur ákveðið að gefa kost á sér sem næsti formaður Handknattleikssambands Íslands. Hann er sá fyrsti sem lýsir yfir framboði. Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð. HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Kosið verður um formann á þingi HSÍ þann 5. apríl næstkomandi. Guðmundur B. Ólafsson hefur gegnt starfinu undanfarin tólf ár en tilkynnti á fimmtudag að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Formaður er kosinn til tveggja ára í senn. Jón er sá fyrsti sem lýsir formlega yfir framboði. Það gerði hann á Facebook síðu sinni í morgun en handbolti.is greindi fyrst frá. Jón býr yfir mikilli reynslu úr heimi handboltans, hefur setið í stjórn deildarinnar hjá Val um langt árabil og er í dag starfandi formaður. „Þessi störf hafa sýnt mér hvað hægt er að gera með samhentu átaki og hvernig er hægt að vinna saman að því að ná metnaðarfullum markmiðum, markmiðum sem áður höfðu talist ólíkleg að nást. Það er allt hægt.” „Í gegnum árin hefur verið unnið mikið og gott starf hjá Handknattleikssambandinu og því fólki sem þar hefur staðið í stafni og lagt góðan grunn sem hægt er að byggja ofan á. Það er eitthvað sem við eigum að vera þakklát fyrir. Það eru allskyns tækifæri til þess að gera enn betur og við verðum að nýta öll þau tækifæri. Grunnurinn að því er öflugt handknattleikssamband sem leitt er áfram af einstaklingum með ástríðu og faglegan metnað sem vilja gera vel. Þetta er hópur sem ég vil leiða. Samvinna milli allra félagsliða, HSÍ og þessara einstaklinga er lykilatriði í þeirri vegferð. Ég ætla mér að stefna þessum aðilum saman þar sem að við setjum okkur sameiginleg markmið sem ein heild. Þar munum við tengjast betur, hlusta á hugmyndir hvors annars og nýta allt það afl, hugvit, reynslu og allar þær hugmyndir sem einstaklingar og hópar innan hreyfingarinnar hafa fram að færa.“ Skrifar Jón meðal annars á Facebook og telur einnig upp tíu áhersluatriði framboðsins. Jón og kona hans Anna Steinsen, stjórnarformaður UN Women, eru í eigendahópi mennta- og þjálfunarfyrirtækisins KVAN. Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum formaður KSÍ, og Dr. Jakob Frímann Þorsteinsson eru einnig eigendur. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að Jón sé menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra. Fréttin hefur verið uppfærð.
HSÍ Handbolti Valur Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira