Aðkoman vægast sagt ekki fögur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 10:16 Alfreð Erling er talinn hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst í fyrrasumar. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Alfreð kaus við upphaf aðalmeðferðar í morgun að tjá sig ekkert frekar um málið. Hann vísaði til fyrri skýrslutöku hjá lögreglu. Lögreglukona í Neskaupstað sem stóð vaktina umræddan dag lýsti því fyrir dómi í morgun þegar henni bárust SMS-skilaboð um sjúkrabílaútkall að Strandgötu. Þar hafi fyrst verið talað um veikindi og lögregla beðin um að fara á vettvang. Útkallið hafi verið nokkuð óljóst. „Það var allt mjög óljóst. Svo á leiðinni kemur í ljós að tvennt er látið innandyra og það er talað um mikið blóð. Það eru upplýsingarnar þegar ég kem á staðinn,“ sagði lögreglukonan. Á vettvangi voru tveir sjúkraflutningamenn og tilkynnandi, íbúi í bænum. „Þeir voru augljóslega í uppnámi. Sjúkraflutningamennirnir segja mér strax að þau (innsk: hjónin sem bjuggu í húsinu) séu greinilega látin og ekki sé vitað hvort fleiri séu inni,“ sagði lögreglukonan. Getgátur hafi verið uppi vegna mikils magns blóðs að skotvopn hafi verið notað. Hún hafi óskað eftir heimild til að vopnast og farið inn. Blóðslettur hafi verið áberandi strax í forstofu og svo á gólfi inni í stofu. Fólkið hafi legið látið inni á gólfi baðherbergisins. Liturinn á blóðinu hafi verið dökkur sem hafi gefið til kynna að nokkuð hafi verið liðið frá atburðum. Tilkynnandi hefði talað um það strax á vettvangi að sést hefði til Alfreðs við húsið kvöldið áður. Þá væri ljóst að bíll hjónanna væri horfinn. Því hafi strax verið ákveðið að leita að bílnum. Hún sagðist hafa skilið pælingar tilkynnanda og sjúkraflutningsmanna að um skotvopn hefði verið notað við gjörninginn. Blóðmagnið hafi verið slíkt. Undir þetta tók sérsveitarlögreglumaður sem bar vitni og lýsti aðkomu sinni nokkrum klukkustundum síðar. Blóðslettur hefðu verið uppi um alla veggi á neðri hæð hússins og aðkoman vægast sagt ekki fögur. Sérsveitarlögreglumaðurinn, sem ók frá Akureyri um leið og útkallið barst ásamt öðrum lögreglumanni og þeim þriðja sem var sóttur á Egilsstaði, sagði ekkert hafa verið að sjá á efri hæð hússins. Á neðri hæðinni hefðu verið mikil ummerki og lögreglumennirnir hefðu gætt sín á að stíga ekki á blóðpolla eða önnur sönnunargögn í málinu í húsinu. Hann skildi vel hugmyndir um að skotvopn hefði verið notað við árásina. Þegar hann kom inn á baðherbergi, þar sem hjónin lágu látin, áttaði hann sig á því að svo hefði ekki verið. Þegar sérsveitarmennirnir komu á vettvang var þegar búið að handtaka Alfreð á bíl hjónanna í Reykjavík. Hann hafði þá ekið þangað frá Neskaupstað um nóttina. Dagskráin í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur riðlast nokkuð vegna þess að Alfreð ákvað að svara ekki spurningum í morgun. Þeim vitnisburði hafði verið gefinn nokkur tími og fyrir vikið reyna saksóknari og starfsfólk dómstólsins að fá vitni í málinu til að mæta fyrr í dómsal eða gefa vitnisburð með fjarfundarbúnaði svo aðalmeðferðin geti haldið áfram án langs hlés. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunaður morðingi vildi engu bæta við fyrri framburð Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. 10. febrúar 2025 09:37 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Aðalmeðferðin í máli Alfreðs Erlings Þórðarsonar hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur á tíunda tímanum. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst í fyrrasumar. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Alfreð kaus við upphaf aðalmeðferðar í morgun að tjá sig ekkert frekar um málið. Hann vísaði til fyrri skýrslutöku hjá lögreglu. Lögreglukona í Neskaupstað sem stóð vaktina umræddan dag lýsti því fyrir dómi í morgun þegar henni bárust SMS-skilaboð um sjúkrabílaútkall að Strandgötu. Þar hafi fyrst verið talað um veikindi og lögregla beðin um að fara á vettvang. Útkallið hafi verið nokkuð óljóst. „Það var allt mjög óljóst. Svo á leiðinni kemur í ljós að tvennt er látið innandyra og það er talað um mikið blóð. Það eru upplýsingarnar þegar ég kem á staðinn,“ sagði lögreglukonan. Á vettvangi voru tveir sjúkraflutningamenn og tilkynnandi, íbúi í bænum. „Þeir voru augljóslega í uppnámi. Sjúkraflutningamennirnir segja mér strax að þau (innsk: hjónin sem bjuggu í húsinu) séu greinilega látin og ekki sé vitað hvort fleiri séu inni,“ sagði lögreglukonan. Getgátur hafi verið uppi vegna mikils magns blóðs að skotvopn hafi verið notað. Hún hafi óskað eftir heimild til að vopnast og farið inn. Blóðslettur hafi verið áberandi strax í forstofu og svo á gólfi inni í stofu. Fólkið hafi legið látið inni á gólfi baðherbergisins. Liturinn á blóðinu hafi verið dökkur sem hafi gefið til kynna að nokkuð hafi verið liðið frá atburðum. Tilkynnandi hefði talað um það strax á vettvangi að sést hefði til Alfreðs við húsið kvöldið áður. Þá væri ljóst að bíll hjónanna væri horfinn. Því hafi strax verið ákveðið að leita að bílnum. Hún sagðist hafa skilið pælingar tilkynnanda og sjúkraflutningsmanna að um skotvopn hefði verið notað við gjörninginn. Blóðmagnið hafi verið slíkt. Undir þetta tók sérsveitarlögreglumaður sem bar vitni og lýsti aðkomu sinni nokkrum klukkustundum síðar. Blóðslettur hefðu verið uppi um alla veggi á neðri hæð hússins og aðkoman vægast sagt ekki fögur. Sérsveitarlögreglumaðurinn, sem ók frá Akureyri um leið og útkallið barst ásamt öðrum lögreglumanni og þeim þriðja sem var sóttur á Egilsstaði, sagði ekkert hafa verið að sjá á efri hæð hússins. Á neðri hæðinni hefðu verið mikil ummerki og lögreglumennirnir hefðu gætt sín á að stíga ekki á blóðpolla eða önnur sönnunargögn í málinu í húsinu. Hann skildi vel hugmyndir um að skotvopn hefði verið notað við árásina. Þegar hann kom inn á baðherbergi, þar sem hjónin lágu látin, áttaði hann sig á því að svo hefði ekki verið. Þegar sérsveitarmennirnir komu á vettvang var þegar búið að handtaka Alfreð á bíl hjónanna í Reykjavík. Hann hafði þá ekið þangað frá Neskaupstað um nóttina. Dagskráin í Héraðsdómi Reykjavíkur hefur riðlast nokkuð vegna þess að Alfreð ákvað að svara ekki spurningum í morgun. Þeim vitnisburði hafði verið gefinn nokkur tími og fyrir vikið reyna saksóknari og starfsfólk dómstólsins að fá vitni í málinu til að mæta fyrr í dómsal eða gefa vitnisburð með fjarfundarbúnaði svo aðalmeðferðin geti haldið áfram án langs hlés.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunaður morðingi vildi engu bæta við fyrri framburð Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. 10. febrúar 2025 09:37 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Fleiri fréttir Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Grunaður morðingi vildi engu bæta við fyrri framburð Alfreð Erling Þórðarson sem sakaður er um að hafa banað eldri hjónum í Neskaupstað í ágúst í fyrra óskaði eftir því að tjá sig ekkert við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann vísaði til fyrri skýrslugjafar sinnar hjá lögreglu. 10. febrúar 2025 09:37