Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 17:11 Alfreð Erling var stopp á ljósum á gatnamótum Snorrabrautar á Egilsgötu á leiðinni upp að Hallgrímskirkju þegar hann var handtekinn eftir hádegi þann 22. ágúst. Hamar fannst í bílnum sem var í eigu hjónanna. vísir/vilhelm Reynslubolti hjá tæknideild lögreglu sagði verksummerki í húsinu við Strandgötu í Neskaupstað þar sem eldri hjón fundust látin í ágúst í fyrra hafa bent til þess að morðinginn hefði notað hamar. Hamar fannst í bíl Alfreðs Erlings Þórðarsonar þegar hann var handtekinn í bíl hjónanna við Snorrabraut í Reykjavík. Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi. Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Þetta kom fram á fyrsta degi aðalmeðferðar málsins. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er talinn hafa orðið eldri hjónum að bana sem höfðu árin á undan séð aumur á honum, boðið í kaffi og gefið honum að borða þegar hann var svangur. Alfreð virðist síðustu ár hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og allar líkur á því að hann verði metinn ósakhæfur. Lögreglumaður sem starfað hefur um árabil hjá tæknideild lögreglu kom fyrir dóminn í dag. Honum var flogið austur á firði þann 22. ágúst þegar hjónin fundust látin á heimili sínu. Hann sagði fjölmörg skóför hafa sést í íbúðinni en tæknideildin hefði ekki haft sem bestan búnað til að framkvæmda nægjanlega rannsókn á þeim. Viku síðar hefði rannsókn verið framhaldið með sérstöku efni sem hentaði vel til að mynda skóför í blóði. Lögreglumaðurinn sagði að skóför í gólfi hefðu verið borin saman við skóna sem Alfreð Erling klæddist þegar hann var handtekinn í Reykjavík. Sólinn á skónum var einkennandi, með sexhyrndu munstri, og fundust víða á heimili hjónanna. Bæði höfðu þau greinilega stigið í blóð og svo hafði fundist blóð á skónum sjálfum. Hann sagði yfirgnæfandi líkur að förin væru eftir skó Alfreðs. Þá sagði hann frá skemmdum sem hefðu fundist í eldhússtól sem stóð einum til tveimur metrum frá hurðinni að baðherberginu, þar sem hjónin fundust látin. Far í stólnum benti til þess að það væri eftir hamar. Þá bentu för á þeim látnu sömuleiðis til þess að vera eftir hamar eða álíka áhald. Alfreð ók bíl hjónanna frá Neskaupstað og alla leið til Reykjavíkur þá um nóttina. Hann var handtekinn í bílnum við Snorrabraut í Reykjavík síðdegis daginn eftir og sagðist þá yfirvegaður vera á leið í Hallgrímskirkju að vinna verk fyrir djöfulinn eða guð. Í bíl hjónanna sem Alfreð ók fannst hamar sem kom heim og saman við grunsemdir lögreglumannsins um áhaldið sem notað var til að bana hjónunum. Aðalmeðferðinni í málinu verður framhaldið á morgun. Þá koma meðal annars fyrir dóminn fleiri lögreglumenn og sömuleiðis réttargeðlæknir þar sem væntanlega verður kafað ofan í ástand Alfreðs Erlings með hliðsjón af skynsamlegri refsingu fyrir verknaðinn. Málinu lýkur svo á miðvikudaginn með málflutningi.
Dómsmál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Tengdar fréttir Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32 Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41 Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Menntaskólanemar sem bjuggu í íbúð sem deildi innvegg með hjónunum sem var ráðinn bani í Neskaupstað í ágúst í fyrra segjast hafa séð Alfreð Erling Þórðarson við hús hjónanna og heyrt þaðan hljóð og hvelli. 10. febrúar 2025 14:32
Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Lögregluþjónn sem kom að handtöku Alfreðs Erlings Þórðarsonar á Snorrabraut í ágúst í fyrra segir Alfreð hafa verið mjög rólegan, samvinnuþýðan og rætt um dauðann, djöfulinn og guð. Upptökurnar eru til á búkmyndavél lögreglumannsins. 10. febrúar 2025 10:41
Aðkoman vægast sagt ekki fögur Lögreglukona sem stóð vaktina í Neskaupstað þann 22. ágúst þegar útkall barst að Strandgötu í bænum segir litinn á blóðinu baðherbergisgólfinu hafa bent til þess að blóðið var ekki nýtt. Nokkur tími hefði liðið frá því atburðirnir hefðu átt sér stað. 10. febrúar 2025 10:16