Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 10. febrúar 2025 23:00 Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Donald Trump Hjálmtýr Heiðdal Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Þann 27. janúar s.l. var haldinn alþjóðlegur minningardagur um helför nasista gegn gyðingum. Að þessu sinni var tilefnið að áttatíu ár eru liðin frá því að rússneski herinn frelsaði fangana sem eftir lifðu í Auschwitz útrýmingarbúðunum. Fjöldamorðin á gyðingum voru í forgrunni minningadaganna sem voru haldnir í anda kjörorðanna ALDREI AFTUR! Aðal athöfnin var í Auschwitz í Póllandi. Fulltrúar fimmtíu þjóða mættu og einnig fjöldi fólks sem lifði af dvölina í útrýmingarbúðum þýsku nasistanna og voru frelsuð 27. janúar 1945. Á minningarathöfninni voru fluttar ræður þar sem sjónarmið síonista voru allsráðandi. Minning fórnarlamba nasistanna var í raun svívirt með því að segja að fólkið sem andmælir nýrri helför séu gyðingahatarar! Innihald kjörorðanna ALDREI AFTUR! náði ekki til gestanna sem sátu í heiðursstúkunni á minningarathöfninni við Auschwitz. Þar sátu Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Karl Bretakóngur og Steve Witkoff fulltrúi Trumps; fulltúar sömu stjórnvalda sem hafa sent Ísraelsher vopnin til að framkvæma þjóðarmorð - ENN OG AFTUR! Vonin um að þjóðarleiðtogar Vesturlanda hefðu dregið einhver lærdóm af hryllingi helfararinnar dó í innantómu orðagjálfri þeirra um mannréttindi og frelsi. Í sömu viku og minningarathöfnin vegna helfararinnar var haldin í Auschwitz drap her Ísraelsmanna 193 Palestínumenn, særðu 397 og leifar 171 Gazabúa voru grafnar úr rústum heimila sinna í Gazaborg. Ísraelsmenn hafa drepið tugþúsundir Palestínumanna í árasum sem hafa staðið mánuðum saman. Það sem átti aldrei að gerast aftur gerist AFTUR - OG AFTUR! Þjóðernisstefnan Helsti lærdómur helfararinnar 1939 -1945 fyrir mannkynið er hversu þjóðernisstefnan er hættuleg. Þjóðernisstefnan æsir upp í fólki andúð gegn „hinum“ - þjóðernisstefnan hvetur til ofsókna gegn minnihlutahópum og þeim sem ekki falla að staðalímyndum þjóðernishyggjunnar. Þjóðernisstefnan æsir upp ýfingar milli hópa þjóða og þjóðríkja og leiðir iðulega til stríðsátaka. Þeir sem fylgja þjóðernisstefnunni trúa Göbbelskum-lygum Trumps og siðblindra forystumanna stjórnmálaflokka sem boða þjóðernisstefnu. Hugur þeirra fyllist hatri gegn fólki sem passar ekki í „normið“. Trans-fólk, samkynhneigðir, hörundsdökkir, femínistar, margvíslegir minnihlutahópar raska geðró fólks sem aðhyllast hugmyndir um eigið ágæti og réttlæti þess að þeirra líkir ráði ríkjum. Níð og lygar um „woke“, um „góða fólkið“er daglegt brauð, líka hér á landi m.a. á Útvarpi Sögu og í athugasemdadálkum samfélagsmiðla. Þjóðernissinnar leita ætíð að fórnalömbum til að níðast á - áður voru það gyðingar Evrópu, nú eru það þeir sem vilja staðfesta þær framfarir sem orðið hafa við aukin réttindi minnihlutahópa. Gyðingar voru helstu fórnarlömb útrýmingarstefnu þýsku nasistanna og meðreiðarsveina þeirra í ýmsum löndum. En það voru ekki bara gyðingar sem voru drepnir með óhugnalegum ásetningi og skipulagi - samkynhneigðir, Romafólk og fólk með þroskaskerðingu - þessir hópar voru utan hópa „hinna verðugu“ og var því troðið í gasklefana. Það eru alltaf „hinir verðugu“ sem standa á bak við ofsóknirnar og drápin. Upphafning „hins sterka“; hvíta karlmannsins sem hafði mótað heiminn, heim ójafnaðar, kynjamismununar, styrjalda og nýlendukúgunar var og er innihaldið sem birtist í ýmsum formum. Ójöfnuður og yfirráð þeirra sem hafa ráðið er leiðarstefið - og þegar „hinir“ reyna að sækja sín réttindi þá skal horfið til fyrri hátta - MAKE THINGS GREAT AGAIN! Framsókn afturhaldsafla víða um heim, Trump í Bandaríkjunum, Orban í Ungverjalandi, AFD í Þýskalandi, Sverigedemokraterna í Svíþjóð ofl. eru allt dæmi um afturhaldsöflin sem dreymir um fyrra ástand, áður en hinsegin fólk, konur og fatlaðir sem kröfðust réttinda sér til handa komust upp á dekk! Á Íslandi er á kreiki fólk sem er haldið fortíðarþrá, fólk sem er andsnúið réttindabaráttu hópa sem hafa búið við skert réttindi, fólk sem skilur ekki fjölbreytileika mannflórunnar og andmælir fjölmenningunni sem það er þó sjálft hluti af. Þetta er fólkið sem oft gengur andstæðingum frjálslyndis og lýðræðis á hönd og grefur þar með undan eigin réttindum. Í Bandaríkjunum, Ungverjalandi og víðar þar sem þjóðernissinnuð öfl hafa náð völdum er grafið undan réttindum minnihlutahópa, ráðist gegn dómskerfinu, lögreglan hervædd og frelsi fjölmiðla brotið á bak aftur. Þingræðið verður að skrípaleik og allar meginstoðir lýðræðisins eru brotnar niður hægt og bítandi uns ekki verður aftur snúið. Valdataka Trumps og félaga í Bandaríkjunum mun hafa víðtæk áhrif víða um heim á sviði viðskipta, mannréttinda og lýðræðis. Atlaga Bandaríkjastjórnar gegn alþjóðadómstólum mun veikja stöðu smáríkja og valdaminni þjóða. Stjórnvöld, og þar á meðal hin íslensku, verða að skilja hvert stefnir og bregðast við til varnar lýðræðinu og mannréttindum. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar