Viðskipti innlent

Bein út­sending: Mennta­dagur at­vinnulífsins

Atli Ísleifsson skrifar
Dagskráin hefst klukkan 9.
Dagskráin hefst klukkan 9.

Störf á tímamótum er yfirskrift Menntadags atvinnulífsins sem fram fer á Hilton Nordica og hefst klukkan 9. Hægt verður að fylgjast með dagskránni í beinu streymi.

Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins segir að menntadagurinn sé sameiginlegt verkefni SA og allra aðildarsamtaka þar sem fræðslu- og menntamál atvinnulífsins séu í forgrunni.

„Meðal dagskrárliða er erindi Sigríðar Margrétar Oddsdóttur, fögnuður 25 ára afmæli starfsmenntasjóðanna, umræður um stöðu menntunar við forseta Íslands og loks afhending menntaverðlauna atvinnulífsins,“ segir í tilkynningunni.

Hægt er að fylgjast með dagskránni í beinu streymi að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×