Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 16:47 Viktor, til vinstri, er hér í titilbardaga sínum. mynd/mjölnir Keppendur úr Mjölni stóðu í ströngu um síðustu helgi þegar fjórir þeirra tóku þátt í Goliath Fight Series MMA keppninni í Skotlandi á laugardagskvöldið. Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið. MMA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið.
MMA Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Roma - Lille | Hákon reið inn í Rómarborg Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira