Ástralski rúgbý strákurinn sem vann Super Bowl Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 14:30 Jordan Mailata er fyrsti Ástralinn sem fagnar sigri í Super Bowl. Hann fagnar hér með fána sinnar þjóðar eftir leikinn. vísir/getty Ein ótrúlegasta sagan í kringum Super Bowl er saga Ástralans Jordan Mailata, leikmanns meistara Eagles. Lykilmaður sem kunni ekki íþróttina fyrir nokkrum árum síðan. Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri. NFL Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira
Eins og margir Ástralar þá er Mailata alinn upp við að spila rúgbý og hafði aldrei spilað leik í amerískum fótbolta er hann var valinn af Philadelphia Eagles í nýliðavalinu árið 2018. Hann ætlaði sér að verða atvinnumaður í rúgbý en það gekk hægt að elta þann draum. Mailata var einfaldlega of stór fyrir íþróttina. Hann er nefnilega 203 sentimetrar að stærð og tæp 170 kíló. Mailata er hér ásamt félaga sínum í sóknarlínunni, Lane Johnson.vísir/getty Þá fékk hann besta ráð lífsins. Að hann skildi prófa íþrótt sem hentaði hans líkama. Án þess að hafa nokkurn tímann æft amerískan fótbolta skráði hann sig í NFL-skóla sem hjálpar erlendum íþróttamönnum við að komast í NFL-deildina. Þar fá þeir skyndinámskeið í íþróttinni og geta sýnt sig fyrir njósnurum liða deildarinnar. Orðið um Mailata barst til Howie Roseman, framkvæmdastjóra Eagles, og hann hringdi í sóknarlínuþjálfarann sinn, Jeff Stoutland, og bað hann um að kíkja strax á strákinn. Stoutland var þá á leiðinni í golfferð sem hann varð að sleppa. Hann hefur aldrei séð eftir því. „Ég vissi ekki við hverju var að búast. Þetta var rúgbý gæi þannig að mér fannst þetta hálfgalið. Að fara á þessa æfingu var besta ákvörðun lífs míns fyrir utan að hafa gifst konunni minni,“ segir Stoutland er hann rifjar upp þennan eftirminnilega tíma árið 2018. Sannkallað tröll að burðum. Mailata fagnar hér með sparkaranum Jake Elliott í Super Bowl. Eins og sjá má er Ástralinn engin smá smíði.vísir/getty „Ég setti upp æfingar fyrir hann og drengurinn flaug um völlinn. Ég var bara Guð minn góður en leyndi því þar sem það voru menn frá öðrum félögum þarna. Ég vildi ekki að neinn sæi hvað ég hefði mikla trú á þessum unga manni. Eftir æfinguna hringdi ég í Howie og grátbað um að fá að þjálfa þennan mann.“ Nokkrum vikum síðar ákveður Eagles að velja tvítugan Mailata númer 233 í nýliðavalinu. Margir hristu hausinn yfir því en gera það ekki í dag. Mailata á nokkur góð ár eftir og verður áhugavert að fylgjast með honum næstu árin.vísir/getty Næstu tvö ár fóru í að kenna Mailata íþróttina og slípa hann til. „Þetta gekk alls ekki smurt fyrir sig en einn daginn kviknaði ljósið og hann fór að hafa trú á sér. Hann bætti sig gríðarlega á hverju ári,“ bætti Stoutland við en Mailata spilaði fyrst fyrir Eagles árið 2020 og er í dag einn besti sóknarlínumaður deildarinnar. Í fyrra skrifaði hann undir þriggja ára samning sem færir honum hátt í tíu milljarða króna í laun. Sannkallað Öskubuskuævintýri.
NFL Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Íslenski boltinn Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Ólympíufari lést í eldsvoða Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Dagskráin í dag: Úrslitaleikir og hitað upp fyrir úrslitakeppnina „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Sjá meira