Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá Sigríði en Kraftfélagið segir að þetta hafi verið stöngin út dagur hjá henni.
Þrjár af lyftum hennar voru dæmdar ógildar og þá ætlaði hún sér aðeins of mikið í réttstöðulyftunni.
Í hnébeygju tók hún tvær gildar lyftur, 102,5 kíló og svo lauflétta 107,5 kíló í þriðju umferð eftir að önnur lyftan var dæmd ógild. 107,5 kílóa lyftan var nýtt persónulegt met.
Í bekkpressu lyfti hún 62,5 kílóum en seinni tvær lyfturnar voru því miður dæmdar ógildar vegna tæknilegra mistaka.
Í réttstöðu byrjaði hún á 110 kílóum og hækkaði síðan í 117,5 kíló sem var því miður of þungt fyrir hana.
Það skilaði henni nýju persónulegu meti í hnébeygju, bekkpressu og í samanlögðu.
„Þrátt fyrir góðar framfarir þá var þetta því miður stöngin út dagur. En hún tekur með sér mikla reynslu af sínu fyrsta alþjóðlega móti og er ekki líkleg til annars en að sækja þessi kíló sem vantaði upp á strax á næsta móti,“ segir í umfjöllun Kraftfélagsins.