Sport

Pabbi Mahomes í hasar gegn „Kenny Powers“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mahomes-feðgarnir saman á góðri stund fyrr í vetur.
Mahomes-feðgarnir saman á góðri stund fyrr í vetur. vísir/getty

Super Bowl vikan gekk ekki sem skildi hjá Pat Mahomes eldri en sonur hans er leikstjórnandi Kansas City Chiefs sem hafði unnið Super Bowl tvö ár í röð.

Mahomes eldri hefur ítrekað komist í kast við lögin undanfarin ár og ekki er langt síðan hann losnaði síðast úr fangelsi.

Sá gamli brá undir sig betri fætinum í Super Bowl vikunni og mætti á Bourbon Street í New Orleans þar sem aðalpartíið var alla vikuna. Sonur hans er einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna og einhver hefði líklega látið lítið fyrir sér fara en ekki Mahomes.

Einhverra hluta vegna kastaðist í kekki á milli hans og John Rocker sem er fyrrverandi atvinnumaður í hafnabolta. Þurfti að stíga á milli þeirra áður en slagsmál hófust.

Rocker þessi er þekktur strigakjaftur og var á sínum tíma settur í bann fyrir ummæli sem voru rasísk og hann talaði einnig illa um samkynhneigða. Hann reyndar var þekktur fyrir að tala almennt illa um allt og alla.

Margir þekkja hina frábæru sjónvarpsseríu um Kenny Powers en persóna hans er einmitt byggð á áðurnefndum Rocker. Hann virðist enn við sama heygarðshornið.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×