Handbolti

Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birna Berg Haraldsdóttir skorðai sex mörk fyirr ÍBV í kvöld.
Birna Berg Haraldsdóttir skorðai sex mörk fyirr ÍBV í kvöld. Vísir/Diego

ÍBV náði að enda tíu leikja taphrinu sína í Olís deild kvenna í handbolta í kvöld þegar liðið gerði 22-22 jafntefli við Gróttu á Seltjarnarnesi.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 12. október á síðasta ári sem Eyjakonur ná í stig í deildinni. Síðan eru liðnir fjórir mánuðir.

Ída Margrét Stefánsdóttir tryggði Gróttu stig með jöfnunarmarkinu í lok leiksins.

Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði sex mörk en markahæst hjá Gróttu var Karlotta Óskarsdóttir með átta mörk.

Reynsluboltarnir Birna Berg Haraldsdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu báðar sex mörk fyrir ÍBV og Alexandra Ósk Viktorsdóttir var með fimm mörk.

Eyjakonur höfðu ekki unnið deildarleik í meira en fjóra mánuði en þær byrjuðu leikinn vel.

ÍBV komst í 3-1 og 5-3 í upphafi leiks og var 8-7 yfir þegar Gróttukonur skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 10-8.

Grótta var einu marki yfir í hálfleik, 13-12, eftir að Andrea Gunnlaugsdóttir varði vítakast í lok hálfleiksins.

Eyjaliðið var komið fjórum mörkum yfir í seinni hálfleiknum, 19-15, en heimakonur unnu sig inn í leikinn og náðu að tryggja sér stig í lokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×