Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2025 14:33 Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í góðum gír eftir setningu Alþingis síðastliðið mánudagskvöld. Á myndina vantar formannsframbjóðendurna tvo Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Sjálfstæðisflokkurinn Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins mun missa umtalað þingflokksherbergi sitt til Samfylkingarinnar. Þetta er ákvörðun forsætisnefndar Alþingis. Áður hafði verið greint frá því að Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, hefði úrskurðað að Sjálfstæðisflokkurinn myndi halda herberginu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“ Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið með setu í herberginu í meira en áttatíu ár, enda hefur hann yfirleitt verið stærsti flokkurinn á Alþingi. Samfylkingin er hins vegar stærri eftir nýliðnar Alþingiskosningar og fór fram á að fá herbergið. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins, en þar segir að Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, hafi knúið fram breytingu á núgildandi reglum um úthlutun þingflokksherbergja á fundi forsætisnefndar. Muni ekki standast tímans tönn „Augljóst er að breyttar reglur munu hvorki standast tímans tönn né einhvers konar breytingar á ríkisstjórn annað en þær reglur sem í gildi voru sem höfðu það að markmiði að koma í veg fyrir óþarfa rask og deilur innan þingsins. Nýjar reglur hafa engin slík sjónarmið að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu flokksins. Þrátt fyrir það segir að Sjálfstæðisflokkurinn óski Samfylkingunni velfarnaðar í þessu sögufræga rými. Þá kemur fram að flokkurinn skilji eftir innflutningsgjöf til Samfylkingarinnar, en ekki kemur fram hver hún sé. Hvað ætli sé í pakkanum?Sjálfstæðisflokkurinn Lítil virðing fyrir hefðum á hinu háa Alþingi „Það hefur því miður sýnt sig að Samfylkingunni er í hinum ýmsu málum ekki mjög umhugað um reglur og hefðir á okkar háa Alþingi. Reglur um þingflokksherbergi voru skýrar enda úrskurðaði skrifstofustjóri Alþingis að samkvæmt þeim ætti Sjálfstæðisflokkurinn að halda herbergi því sem hann hefur verið í síðan 1941,“ er haft eftir Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins. „Þá bregst Samfylkingin við í krafti nýfengins meirihlutavalds síns og breytir með einu óvönduðu pennastriki reglunum til þess eins að taka herbergi Sjálfstæðisflokksins. Mér þykir þetta í raun með eindæmum lítilmannlegt en Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að eyða meiri tíma í þetta mál og þau þurfa að eiga við sig að hafa ákveðið að forgangsraða kröftum sínum og athygli á fyrstu dögum þingsins í að hafa af okkur þetta herbergi.“ Hildur óskar Samfylkingunni líka velfarnaðar. Sjálfstæðisflokkurinn getur að sjálfsögðu unnið í öllum rýmum hússins að því aðhaldi sem nauðsynlegt er gagnvart nýrri ríkisstjórn. Við bara kveðjum því herbergið okkar í bili og óskum þeim velfarnaðar þar sem hefur verið góður andi í 84 ár og við vonum að bláu veggirnir verði þeim gæfuríkt leiðarljós í sínum störfum.“
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Sjá meira