Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Aron Kristjánsson hefur stýrt landsliði Barein nú um árabil Vísir/Ívar „Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri,“ segir Aron Kristjánsson handboltaþjálfari sem er svo til nýkominn af ansi viðburðaríku og ævintýralegu HM í handbolta sem landsliðsþjálfari Barein. Það gæti hafa verið hans síðasta stórmót í starfi þar. Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“ HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira
Landslið Barein er í ákveðnum uppbyggingarfasa og átti að spila á yngri mönnum á HM en undirbúningur mótsins gekk ekki áfallalaust hjá Aroni sem missti út sex leikmenn, flesta byrjunarliðsmenn. Þá var skipulagið á ferðalagi og veru liðsins á HM ekki eins og best verður á kosið. „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér í skipulaginu á því,“ segir Aron í samtali við íþróttadeild. „Ég held að við höfum ferðast um hálfa Evrópu og það eyðilagði undirbúningsdagana, fækkaði æfingardögunum sem við hefðum geta nýtt okkur til að koma þessum unga og reynda mannskap aðeins saman. Okkur fannst við vera á ágætis leið þegar að við unnum Katar í tveimur æfingaleikjum í byrjun janúar. Svo förum við til Danmerkur og þá eru þessir ungu og óreyndu slegnir niður á jörðina í tveimur æfingaleikjum á móti gríðarlega sterku dönsku liði.“ Úr leik Barein við silfurlið Króata á HMVísir/Getty „Ýmislegt sem ég var ósáttur með“ Svo gekk ýmislegt á við komuna til Króatíu þar sem að liðið spilaði á HM. „Það var ekki Halal matur á hótelinu, þeir lentu í smá svikum af ákveðnum umboðsmanni sem var að skipuleggja þetta fyrir þá. Þeim er vorkunn með það en þetta gerði það samt að verkum að þetta setti okkur í mjög erfiða stöðu.“ Vandræðin utan vallar ekki að hjálpa til með að byggja upp stemninguna á stórmótinu sjálfu. „Það var ýmislegt sem ég var ósáttur með. Ég sagði vinstri og í einhverjum tilfellum fóru þeir þá til hægri í staðinn fyrir að gera það sem að ég bað um. Ég var ekkert sérstaklega ánægður með það.“ Þrátt fyrir allt það sem gekk á var Barein ekki langt frá því að komast í milliriðla mótsins en endaði á að fara í Forsetabikarinn. Hart tekist áVísir/Getty Búinn að mynda sér skoðun á framhaldinu fyrir mót Samningur Arons við handknattleikssamband Barein er runnin út og óvist hvort framhald verði á samstarfinu. „Ég var nú eiginlega búinn að mynda mér skoðun fyrir mót á því hvað ég ætla að gera í þessu samhengi en vildi fyrst klára það með þeim áður en ég gef eitthvað út varðandi það. Þeir gengu aðeins fram af mér fyrir þetta mót. Þetta hefur verið fínn tími, verið mjög skemmtilegt og við náð mjög góðum árangri. Aron hvetur sína menn áfram frá hliðarlínunniVísir/Getty „Fórum á Ólympíuleika með liðið og náum áttunda sæti þar, náum sextánda sæti á síðasta HM, búnir að vinna til margra verðlauna á Asíumótum, silfur og bronsverðlaun. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt, nú er bara að koma heim, draga andann og klára þessi mál með þeim.“ En ég ræð það svona á orðum þínum að það sé kannski von á breytingu. Þú vilt ekki gefa neitt út um það? „Ég vil ekki gefa neitt út. Það gæti hugsast.“
HM karla í handbolta 2025 Barein Íslendingar erlendis Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Enski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Sjá meira