Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir, Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Árni Finnsson, Snæbjörn Guðmundsson, Friðleifur E. Guðmundsson, Snorri Hallgrímsson, Sigþrúður Jónsdóttir og Elvar Örn Friðriksson skrifa 14. febrúar 2025 09:31 Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Snæbjörn Guðmundsson Björg Eva Erlendsdóttir Árni Finnsson Elvar Örn Friðriksson Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk náttúruverndarsamtök vara við lagasetningu sem ætlað er að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn. Nýtt frumvarp umhverfisráðherra setur varhugavert fordæmi fyrir ágangi gagnvart vatnsauðlindum Íslendinga og vegur að rétti almennings til þátttöku í lýðræðislegri umræðu um stórframkvæmdir og nýtingu vatns. Strax að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra á mánudagskvöldið var frumvarp um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála sett inn á vef Alþingis. Af lestri frumvarpsins sést að lögunum er sérstaklega ætlað að hleypa áformum um Hvammsvirkjun í gegn með miklum flýti og í greinargerð er skýrt tekið fram að frumvarpið sé sérstakt viðbragð við dómi héraðsdóms sem felldi nýlega virkjanaleyfi Hvammsvirkjunar úr gildi, að kröfu landeigenda við Þjórsá. Tilgangur lagafrumvarpsins er að breyta lögum svo Landsvirkjun geti, þrátt fyrir niðurstöður dómstóla, haldið ótrauð áfram virkjanaáformum sínum í laxgengum hluta Þjórsár sem er í hæsta máta ámælisvert. Frumvarpið er líkt og blaut tuska framan í þau sem láta sig náttúru landsins, samfélag og lýðræðislega þátttöku almennings varða. Með frumvarpinu er lífríki Þjórsár sett í stórfellda hættu og gengur það gegn hagsmunum, vilja og eignarrétti íbúa og landeigenda við ána. Framlagningu frumvarpsins má líkja við að breyta leikreglunum í miðjum leik og er lagt fram til að tryggja hagsmuni þeirra sem ekki geta unað niðurstöðu dómstóla. Neðangreind náttúruverndarsamtök benda á að ekki stendur til að breyta einvörðungu þeirri málsgrein laga sem steytti á fyrir héraðsdómi heldur hefur hugtakinu almannaheill verið snúið á haus í frumvarpinu. Verði frumvarpið samþykkt munu virkjanakostir í nýtingarflokki rammaáætlunar sjálfkrafa uppfylla skilyrði um að teljast til almannaheilla, sem rutt geti úr vegi tilgangi þess að vernda vatnsauðlindina. Allar virkjanir í virkjunarflokki rynnu vandræðalaust framhjá mikilvægum öryggisventli vatnalaganna sem kveða á um að ekki megi raska vatnsauðlindum nema vegna almannaheilla. Þetta þýðir að það verður alfarið í höndum alþingismanna, sem geta með hrossakaupum við afgreiðslu rammaáætlunar, ákveðið hvaða virkjanir sleppa framhjá lögum. Þetta gæti reynst hættulegt fordæmi fyrir ýmsar annars konar framkvæmdir sem raska vatnsauðlindinni. Náttúruverndarsamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af þessari meðferð á löggjöf um vernd vatns. Þó lagabreytingin sé sett í búning flýtimeðferðar fyrir Hvammsvirkjun er hætt við því að hún muni á endanum reynast upphafið að aðför gegn þeim lögum sem vernda vatn, hvort sem um er að ræða rennandi straumvatn, stöðuvötn, grunnvatn eða strandsjó. Vatnsauðlindir Íslands eru ein allra mikilvægasta sameign þjóðarinnar og lögum sem verja þær á ekki að breyta í þágu einstakra verkefna, hvað þá fyrir stærsta orkufyrirtæki landsins sem er alfarið í eigu þjóðarinnar og á sem slíkt fyrst og fremst að gæta auðlinda landsins, hagsmuna almennings og náttúrunnar. Með frumvarpinu sem lagt var fram á mánudag er einnig vegið gróflega að rétti almennings til að hafa áhrif á meðferð á vatnsauðlindum Íslendinga þar sem umsagnarfrestur um viðamikil mál verður styttur með svokallaðri flýtimeðferð úr fjórum í eina viku. Engin rök réttlæta þessa lagabreytingu enda er undirbúningstími stórframkvæmda mældur í árum svo fáeinar vikur skipta þar engu. Augljóst er að þessari breytingu er einvörðungu ætlað að takmarka tækifæri almennings til að koma á framfæri skoðunum sínum á framkvæmdum sem varða almannahagsmuni og umhverfi, og hætt er við að flýtimeðferðarúrræðinu verði beitt í tíma og ótíma. Aðgerðir eins og þessar brjóta gegn alþjóðaskuldbindingum Íslands, meðal annars skuldbindingum er varða líffræðilegan fjölbreytileika. Verði frumvarpið að lögum er réttur almennings fótum troðinn og fordæmi skapast fyrir því að hagsmunir stórfyrirtækja verði með lögum teknir fram fyrir rétt almennings til þátttöku í málum sem snúa að umhverfi og náttúru. Höfundar greinarinnar eru: Björg Eva Erlendsdóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir – Landvernd Árni Finnsson – Náttúruverndarsamtök ÍslandsSnæbjörn Guðmundsson – Náttúrugrið Elvar Örn Friðriksson og Friðleifur E. Guðmundsson – Verndarsjóður Villtra Laxastofna Snorri Hallgrímsson – Ungir Umhverfissinnar Sigþrúður Jónsdóttir – Vinir Þjórsárvera
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun