Þeir hafa skipst á skotum síðustu mánuði en Hill, sem hefur verið fljótasti maður NFL-deildarinnar síðustu ár, byrjaði er hann lýsti því yfir að hann gæti unnið Lyles í spretthlaupi.
Lyles er ríkjandi Ólympíumeistari í 100 metra hlaupi og þar af leiðandi fljótasti maður heims.
Time to shut your mouth and take your lunch money 😁 https://t.co/Ss0NawJAQ5
— Ty Hill (@cheetah) February 14, 2025
„Ég hef lengi ætlað mér að sýna fólki hvað alvöru hraði er,“ sagði Hill fullur sjálfstrausts.
Nákvæm dagsetning á hlaupinu liggur ekki fyrir en það verður líklega í byrjun sumars.
Lengd hlaupsins hefur heldur ekki verið ákveðin en hún verður líklega 50-80 metrar. 60 metra hlaup þykir líklegast.
In an interview with People, Noah Lyles and Tyreek Hill confirm that they will race.
— Travis Miller (@travismillerx13) February 14, 2025
Set to take place sometime before the USATF Outdoor Championships in July. pic.twitter.com/S4tyuoMfbv
„Ég er fljótasti maður heims. Ég sýni það alltaf á stærsta sviðinu. Ef ég þarf líka að hrista Tyreek af mér til að sanna það þá geri ég það,“ sagði Lyles en hann hélt uppi skilti eftir sigur í 60 metra hlaupi á dögunum þar sem hann ögraði Hill.
Þessi viðburður á klárlega eftir að vekja verðskuldaða athygli og pressan verður öll á Lyles.