Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:02 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. vísir Von er á mannmergð í Valhöll í dag þegar Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun bera upp til samþykktar lista af þeim fulltrúum sem félagið vill senda á landsfund. Samkvæmt skilaboðum virðist stefna í smölun á fundinn. Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Fundurinn hefst klukkan tvö í Valhöll en þá munu félagsmenn í Heimdalli koma saman og samþykkja eða synja þeim lista af þeim fulltrúum sem stjórn félagsins hefur ákveðið að senda á Landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin. Landsfundur samanstendur af fulltrúum sem ýmis félög innan flokksins senda á fundinn og komast færri að en vilja nú þegar baráttan um nýjan formann magnast. Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar segir það ekki koma á óvart ef fundurinn á eftir verði vel sóttur. Er barist um sætin eða hvernig lýsir þú þessu? „Það er alltaf áhugi held ég og það hefur líka verið mikill upptaktur í starfinu hjá okkur í Heimdalli undanfarið þannig það myndi ekki koma mér á óvart ef það verður fjölmenni á eftir.“ Heimdallur er hlutfallslega með nokkuð mörg sæti á Landsfundi eða 44. Í vikunni greindi Sjálfstæðismaður til áratuga, hallarbyltingu á hverfisfundi í Fossvogi þar sem listi með nöfnum þeirra fulltrúa sem félagið sendir á landsfund var borinn upp til samþykktar. Sagði hann í frétt á Vísi að augljóslega hefði verið smalað á fundinn og að hann, fyrrverandi formaður félagsins, hefði ekki fengið sæti á landsfundi. Ljóst er að það stefnir í smölun á fund Heimdallar á eftir en í skilaboðum sem fréttastofa hefur undir höndum er viðtakandi beðinn um að mæta á fund Heimdallar til að kjósa tiltekinn lista og skrá sig svo bara úr flokknum eftir fundinn. Mikill hiti er í Sjálfstæðismönnum þessa dagana en það er þekkt að smalað sé á fundi flokksins.vísir Línur á landsfundi hafi ekki áhrif á fulltrúaval Júlíus Viggó hefur opinberlega komið fram sem stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur en hann hélt meðal annars ræðu á framboðsfundi hennar í Salnum í Kópavogi síðustu helgi. Hann segir línur á landsfundi ekki lita val félagsins á fulltrúum. Önnur skilaboð sem hafa verið í dreifingu og lýsa þeirri stemningu sem ríkir fyrir landsfundi.vísir Er von á átökum á fundinum á eftir með tilliti til þess að það eru tveir í framboði til formanns? „Ég veit það ekki, það er aldrei neitt útilokað. Við höfum unnið okkar tillögu, sem mun verða endanlega ákveðin á stjórnarfundi hjá Heimdalli á eftir, af heilindum og erum að vinna eftir því að skoða hverjir hafa verið virkir í starfinu og alls kyns sjónarmið. Þau sjónarmið eru aðallega þannig, hver hefur verið virkur í starfinu og kannski ef gamlir formenn hafa sótt um. Það hafa ekki ráðið för einhverjar línur á landsfundi og ég vona innilega að það fari nú ekki að hafa áhrif á val landsfundarfulltrúanna.“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18 Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra á hverfisfundi Sjálfstæðismanna Björg Magnúsdóttir, aðstoðarmaður borgarstjóra, mætti á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvoginum í fyrradag. Hún segist vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Fundir sem þessi séu góð leið til að hafa áhrif. 14. febrúar 2025 11:18
Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Enn sem komið er hefur enginn lýst opinberlega yfir framboði til embættis varaformanns Sjálfstæðisflokksins sem kjörinn verður á landsfundi flokksins um mánaðamótin. Þingmennirnir Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason þykja samkvæmt heimildum fréttastofu líklegust til að gefa kost á sér. Ekki er útilokað að fleiri nöfn blandi sér í leikinn þegar nær dregur. 11. febrúar 2025 12:55