„Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Bjarki Sigurðsson skrifar 14. febrúar 2025 18:54 Júlíus Viggó Ólafsson er formaður Heimdallar. Vísir/Stefán Margir gengu ósáttir út af hitafundi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Félagi gerir athugasemdir við fundarstjórn en formaðurinn segir miður að einhverjir hafi ekki komist inn á fundinn. Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Nú þegar tvær vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins er hiti farinn að færast í leikinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi ráðherrar, hafa báðar tilkynnt framboð sitt til formanns og keppast fylkingarnar á bakvið þær við að tryggja sæti á fundinum og þar með atkvæðarétt. Rúmlega tvö þúsund sæti eru í boði og ljóst að færri komast að en vilja. Eitt stærsta aðildarfélagið er Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fær 44 sæti. Listi yfir fulltrúa félagsins á landsfundi var samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta í Valhöll í dag. Fólk enn að bíða Fundurinn hófst rétt rúmlega tvö þrátt fyrir að enn stæði fólk í langri röð til að skrá sig inn á fundinn. Fjöldi fólks beið enn eftir að skrá sig inn á fundinn þegar honum lauk. Fréttastofa fékk ekki að mynda á fundinum. „Það bara þurfti að hefja fundinn á auglýstum tíma. Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan. En það þurfti að hefja þennan fund,“ sagði Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Heimdallar, í samtali við fréttastofu að fundi loknum. „Mér fannst þetta smá einkennileg fundarstjórn ef ég á að segja alveg eins og er. Að það hafi ekki ferið gefið færi á breytingartillögum. Það má vel vera að eitthvað af þessu fólki sem var mætt fyrir klukkan tvö og var enn í röð hafi ætlað að bera fram breytingartillögu. Þannig mér fannst það svolítið skrítið, fundarstjórnin var mjög hörð á þessum fundi,“ sagði Birta Karen Tryggvadóttir, stjórnarmaður í Sambandi ungra sjálfstæðismanna og félagi í Heimdalli, eftir fundinn. Birta Karen Tryggvadóttir er félagi í Heimdalli. „Eins og sást var tillagan rædd og svo greidd atkvæði um hana. Það voru aðeins örfáir sem greiddu atkvæði gegn tillögu stjórnar. Þannig það hefði nú ekki haft mikið upp úr sér að vera að ílengja fundinn með einhverjum frammíköllum,“ segir Júlíus Viggó. Hiti í fundargestum Ljóst var að báðar fylkingar höfðu reynt að smala fólki á svæðið til að reyna að tryggja réttu fólki sæti á landsfundi. Með fundarstjórn fór Albert Guðmundsson, formaður Varðar. Hiti var í nokkrum fundargestum sem vildu breyta listanum en fengu sitt ekki í gegn. „Sæti á landsfundi eru mjög dýrmæt. Stuðningsmenn verða oft mjög blóðheitir en ég vona að valið hafi farið heiðarlega fram,“ segir Birta Karen.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira