Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. febrúar 2025 19:41 David Moyes kann vel við sig hjá Everton. Warren Little/Getty Images Það virðist hafa verið algjört heillaskref fyrir Everton að ráða David Moyes sem stjóra félagsins á nýjan leik. Liðið vann góðan 2-1 útisigur á Crystal Palace og hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira
Everton sótti Crystal Palace heim í síðasta leik dagsins og vann góðan 2-1 útisigur þökk sé sigurmarki Carlos Alcaraz þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Markið kom eftir að Ashley Young átti fyrirgjöf, eða skot, fyrir markið sem fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Alcaraz. Us at FT: pic.twitter.com/SlrrmGhWbl— Everton (@Everton) February 15, 2025 Hinn síungi Young hafði aðeins verið inn á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann kom að því sem reyndist sigurmarið. Heillaskipting hjá Moyes sem virðist ekki geta gert neitt rangt í Bítlaborginni. Beto hafði komið Everton yfir í fyrri hálfleik, eftir undirbúning Alcaraz, en Jean-Philippe Mateta jafnaði metin snemma í síðari hálfleik. Þökk sé sigurmarki Alcaraz hefur Everton nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Eini leikurinn sem vannst ekki var 2-2 jafntefli gegn Liverpool, stig sem Moyes hefði tekið fegins hendi fyrir leik. Í millitíðinni datt Everton út úr ensku bikarkeppninni eftir 2-0 tap gegn Bournemouth en miðað við stöðuna á liðinu þegar Moyes tók við þá snerist allt um að halda Everton í deild þeirra bestu. Það virðist ætla að ganga upp og gott betur en það. Eftir sigur dagsins er Everton komið upp í 13. sæti – upp fyrir bæði Manchester United og Tottenham Hotspur – með 30 stig eða 13 stigum frá fallsæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Sjá meira