Albert kom inn á en fór meiddur af velli Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2025 13:42 Nico Paz fagnar eftir frábært mark sitt gegn Fiorentina í dag. Getty Fiorentina tapaði öðrum leik sínum í röð í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag, 2-0 gegn Como á heimavelli. Albert Guðmundsson fór meiddur af velli. Albert hélt um mjóbakið þegar hann skokkaði af velli á 74. mínútu en hann hafði komið inn á sem varamaður tuttugu mínútum áður. Alberti tókst ekki frekar en öðrum leikmönnum Fiorentina að gera sig líklegan til að skora í leiknum en hann fékk gult spjald á 64. mínútu þegar hann var of seinn í tæklingu. Erfitt er að segja til um meiðsli Alberts en af sjónvarpsmyndum að dæma virtist hann ekki mjög þjáður og vonandi engin ástæða til að óttast að landsleikirnir við Kósovó, 20. og 23. mars, séu í nokkurri hættu. Albert Guðmundsson verður vonandi fljótur að jafna sig af meiðslunum.Getty/Giuseppe Maffia Sigur Como var sanngjarn í dag en Assane Diao kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann stakk varnarmenn Fiorentina af og skoraði framhjá David de Gea. Nico Paz skoraði svo seinna mark Como og það var af dýrari gerðinni, frábært skot í stöng og inn. Fiorentina er enn í harðri baráttu um Evrópusæti, og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu, en liðið er í 6. sæti með 42 stig, fjórum stigum á eftir Lazio sem er í 4. sæti en öruggt er að fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu. Como er í 13. sæti með 25 stig, nú fimm stigum frá fallsæti. Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira
Albert hélt um mjóbakið þegar hann skokkaði af velli á 74. mínútu en hann hafði komið inn á sem varamaður tuttugu mínútum áður. Alberti tókst ekki frekar en öðrum leikmönnum Fiorentina að gera sig líklegan til að skora í leiknum en hann fékk gult spjald á 64. mínútu þegar hann var of seinn í tæklingu. Erfitt er að segja til um meiðsli Alberts en af sjónvarpsmyndum að dæma virtist hann ekki mjög þjáður og vonandi engin ástæða til að óttast að landsleikirnir við Kósovó, 20. og 23. mars, séu í nokkurri hættu. Albert Guðmundsson verður vonandi fljótur að jafna sig af meiðslunum.Getty/Giuseppe Maffia Sigur Como var sanngjarn í dag en Assane Diao kom liðinu yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar hann stakk varnarmenn Fiorentina af og skoraði framhjá David de Gea. Nico Paz skoraði svo seinna mark Como og það var af dýrari gerðinni, frábært skot í stöng og inn. Fiorentina er enn í harðri baráttu um Evrópusæti, og þá helst sæti í Meistaradeild Evrópu, en liðið er í 6. sæti með 42 stig, fjórum stigum á eftir Lazio sem er í 4. sæti en öruggt er að fjögur efstu liðin komast í Meistaradeild Evrópu. Como er í 13. sæti með 25 stig, nú fimm stigum frá fallsæti.
Ítalski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Sjá meira