„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. febrúar 2025 19:21 Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Vísir/Sigurjón Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf. Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira