Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 23:33 Hélt marki sínu hreinu ásamt því að gefa sögulega stoðsendingu í 4-0 sigri á Newcastle. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Með stoðsendingu sinni gegn Newcastle United er Ederson, markvörður Manchester City, nú stoðsendingahæsti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Nýi maðurinn Omar Marmoush stal fyrirsögnunum þegar hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Man City á Newcastle United um liðna helgi. Fyrsta markið af þremur kom eftir hárnákvæma sendingu fram völlinn frá Ederson. Marmoush gerði vel í að halda Kieran Trippier fyrir aftan sig og lyfti boltanum svo snyrtilega yfir Martin Dúbravka í marki Newcastle. Markið má sjá í upphafi myndbandsins hér að neðan. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Þetta var sjötta stoðsending Ederson í ensku úrvalsdeildinni sem þýðir að enginn markvörður í sögu deildarinnar hefur lagt upp jafn mörg mörk. Paul Robinson, fyrrverandi markvörður Leeds United, Tottenham Hotspur og Blackburn Rovers, lagði á sínum tíma upp fimm mörk en hann var þekktur fyrir sín gríðarlega löngu spörk. Hann gerðist einnig svo frægur að vera einn fárra markvarða sem hafa skorað í ensku úrvalsdeildinni. Ederson á það eftir. 𝐏𝐥𝐚𝐲𝐦𝐚𝐤𝐞𝐫 𝐢𝐧 𝐠𝐥𝐨𝐯𝐞𝐬 — Ederson sets a new PL record with 6️⃣ assists & becomes the first keeper to provide 3️⃣ assists in one PL campaign 🇧🇷🧤 pic.twitter.com/S7Weu8hVfl— 433 (@433) February 16, 2025 Það magnaða við stoðsendingar Ederson er að þrjár þeirra hafa komið á yfirstandandi leiktíð. Sú fyrsta kom 14. september gegn Brentford. Svo var það 25. janúar gegn Chelsea og nú síðast 15. febrúar gegn Newcastle. Fram að yfirstandandi leiktíð hafði Ederson mest lagt upp eitt mark í deildinni á leiktíð. Það gerði hann 2018-19, 2020-21 og 2022-23. Það virðist því sem Pep Guardiola, þjálfari City, hafi gefði markverðinum grænt ljós þegar kemur að því að lyfta boltanum yfir varnir andstæðinganna. Framherjinn Erling Haaland hefur grætt hvað mest á því en þrívegis hefur Norðmaðurinn skorað eftir stoðsendingu frá markverðinum knáa. Hinir sem hafa skorað eftir sendingar Ederson eru áðurnefndur Marmoush, framherjinn fyrrverandi Sergio Agüero og miðjumaðurinn İlkay Gündoğan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Enski boltinn Tvær íslenskar á meðal þrettán bestu á HM Sport Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Enski boltinn Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Sjá meira
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn