Sameinandi afl í skotgröfunum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 17. febrúar 2025 09:32 Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Meðal þess sem vakti athygli á fundi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll í janúar, þar sem hún lýsti yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins, var að þar voru ýmsir einstaklingar sem þekktir hafa verið fyrir það að styðja Guðlaug Þór Þórðarson. Hafði Áslaug orð á þessu í fjölmiðlum og lýsti ánægju sinni með það. Hafa má þetta í huga þegar reynt er að teikna upp þá mynd að Guðrún Hafsteinsdóttir sé einhvers konar framlenging af Guðlaugi Þór í formannsslagnum. Veruleikinn er einfaldlega sá að alls kyns fólk í Sjálfstæðisflokknum styður Áslaugu og að sama skapi alls kyns fólk Guðrúnu. Ef eitthvað þótti þó mun einsleitari hópur mæta á fund Áslaugar. Ég hef til dæmis aldrei kosið Guðlaug Þór í eitt eða neitt og verið í þeim armi Sjálfstæðisflokksins sem hefur ekki stutt hann. Komið er ár síðan ég fór að tala við fólk um að Guðrún Hafsteinsdóttir væri að mínu mati góður kostur sem næsti formaður flokksins og margir mánuðir síðan ég fór að hvetja hana til þess að gefa kost á sér í formennskuna. Með öðrum orðum löngu áður en Guðlaugur Þór tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í formanninn í byrjun þessa mánaðar. Fram að því var talið líklegt að hann myndi fara í framboð og væntanlega hefur hann allt fram á þann dag eða því sem næst velt því alvarlega fyrir sér áður en hann komst að þeirri niðurstöðu að láta ekki verða af því. Hið sama á við um fjölmarga aðra sem styðja Guðrúnu. Þeir hafa verið allt annað en stuðningsmenn Guðlaugs Þórs. Hins vegar er skiljanlegt að þeir sem vilja viðhalda þeim átökum á milli fylkinga sem gert hafa Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir að beita sér út á við sjái sér hag í því að draga upp þá mynd að um sé að ræða sömu átök fylkinga og áður. Veruleikinn er sá að Guðrún hefur aldrei tilheyrt neinum fylkingum innan Sjálfstæðisflokksins og er fyrir vikið vel til þess fallin að sameina flokksmenn. Ólíkt Áslaugu sem tekizt hefur harkalega á við Guðlaug Þór í skotgröfunum um árabil og því vandséð hvernig hún getur með sannfærandi hætti verið sameinandi afl fyrir okkur sjálfstæðismenn. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun