Tíska og hönnun

„Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er viðmælandi í þáttunum Tískutal.
Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, er viðmælandi í þáttunum Tískutal. Vísir/Vilhelm

„Ég var alltaf pínulítið að drífa tískutrendin áfram á Hornafirði man ég, ég hafði svo gaman að því. Ég var aldrei mikið að pæla í því, ég var bara svona. Og ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró. Hann er viðmælandi í þættinum Tískutal þar sem hann veitir innsýn í einstakan fataskáp sinn.

Hér má sjá viðtalið við Gumma Kíró í heild sinni: 

Lærdómsrík tískumistök

Gummi er alinn upp á Hornafirði og frá því hann man eftir sér hefur hann þorað að fara eigin leiðir. Hann hlustar sömuleiðis mikið á innsæið þegar það kemur að fatavali.

„Ef maður setur saman outfittið út frá því hvernig manni líður þann daginn þá kemur þessi vellíðan, að líða vel í eigin skinni. Ég hef alltaf hlustað á mig. 

Svo hefur maður gert alls konar mistök og prófað alls konar hluti sem leiða mann út í eitthvað sem maður fattar að var alls ekki fyrir sig. Ég er svo óhræddur við að prófa nýja hluti, ég held að það sé einn af mínum styrkleikum.

Ég hef líka brjálaðan áhuga á því að klæða mig upp, vera séður og líka vera innblástur fyrir aðra. Það gefur mér svo mikið.“

Börnin farin að kíkja í fataskápinn

Gummi fer einstaklega vel með fötin sín sem eru mörg hver úr gæðaefnum. Hann á tvö börn sem hann segir að séu nú þegar farin að fá að eitthvað skemmtilegt í láni.

„Ég á nítján ára dóttur sem er farin að kíkja í fataskápinn sendir mér stundum: Pabbi ég kom aðeins við og fékk smá lánað. Svo á ég tólf ára strák sem er farinn að ná mér í hæð og er aðeins farinn að fá eitthvað lánað. Það er svo gaman.“

Einn dýrasti kósígallinn

Þægindin eru í fyrirrúmi hjá Gumma. Þegar hann hefur farið út í einhverju óþægilegu hefur hann jafnvel fengið Línu unnustu sína til þess að koma með eitthvað þægilegra í vinnuna til hans.

„Eitt besta tískuráð sem ég hef fengið er að kaupa peysuna í einu númeri stærra en maður er vanur. Þá fellur hún vel að líkamanum frekar en að þrengja að manni.“

Uppáhalds flíkurnar eru margar en þó er ákveðið sett sem stendur svolítið upp úr hjá Gumma.

„Ég elska kósígalla og þetta er held ég ábyggilega einn dýrasti í heiminum frá tískuhúsinu Loewe. Hann var bara öðruvísi og ég elska Loewe.“


Tengdar fréttir

Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára

„Það er algjör vítamínsprauta að fara í „illuð“ föt,“ segir rapparinn Árni Páll Árnason betur þekktur sem Herra Hnetusmjör. Hann er viðmælandi í fyrsta þætti af Tískutali þar sem hann fer yfir klæðaburðinn, eftirminnileg tískumóment, hverju hann klæddist á fyrsta gigginu, ógleymanleg kaup sem hann gerði tíu ára gamall í Flórída, hvernig stíllinn hans hefur þróast samhliða föðurhlutverkinu og margt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.