Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. febrúar 2025 10:01 ÍA hefur fengið góðan stuðning úr stúkunni í íþróttahúsinu á Vesturgötu í vetur. jón gautur Skagamenn hafa ekki átt lið í efstu deild karla í körfubolta í aldarfjórðung. Það gæti breyst á næstunni því ÍA hefur unnið níu leiki í röð og er á toppi 1. deildarinnar. Þjálfari Skagamanna segir að mikil körfuboltastemmning hafi myndast á Akranesi og vel hafi tekist að setja saman lið. Hann segir þó að árangur vetrarins hafi komið jafnvel honum á óvart. Dýrðardagar körfuboltans á Akranesi voru rétt fyrir aldamót. Tímabilið 1997-98 gerði ÍA, með Damon Johnson og Alexander Ermolinskij fremsta í stafni, sér lítið fyrir og vann Grindavík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Skagamenn eru eina liðið sem hefur endað í 8. sæti efstu deildar sem hefur slegið deildarmeistara út í átta liða úrslitum. Úrklippa úr Morgunblaðinu eftir oddaleik Grindavíkur og ÍA í átta liða úrslitum 23. mars 1998. Skagamenn unnu eftir framlengingu, 81-82.tímarit.is Skagasólin seig hins vegar fljótt til viðar og tímabilið 1999-00 féll ÍA úr efstu deild og hefur ekki snúið aftur þangað síðan þá. En það gæti breyst því Skagamenn eru eitt af heitustu liðum landsins, hafa unnið níu leiki í röð og eru með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildarinnar. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gaman að vera í þessari stöðu. Við erum með gott lið í meistaraflokki, uppgang í yngri flokkum og það er gaman að spila,“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi. Ungur en með reynslu Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára býr Óskar yfir talsverðri reynslu af þjálfun. Hann þjálfaði hjá uppeldisfélaginu Stjörnunni, var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Álftanesi og stýrði svo Þór á Akureyri um tveggja ára skeið. Þaðan lá leiðin svo á Akranes í sumar þar sem hann tók við þjálfun karlaliðs ÍA auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins. „Í dag er maður kominn með nokkra reynslu. Ég fór í gegnum erfitt tímabil hjá Þór og annað sem gekk betur. Svo var ég hjá Álftanesi þar sem við vorum í baráttu um að fara upp,“ sagði Óskar. En var alltaf markmiðið að leggja þjálfun fyrir sig? Bæði og. Maður spilaði fyrst og markmiðið var að komast langt þar. En síðan sá maður að það voru meiri tækifæri í þjálfun,“ sagði Óskar sem leist vel á það sem ÍA hafði upp á að bjóða þegar félagið hafði samband við hann. Óskar Þór Þorsteinsson tók við ÍA fyrir tímabilið.jón gautur „Þetta er mjög skemmilegt. Ég þekkti liðið ágætlega. Við vorum með sterkan hóp og höfum svo hitt í mark í útlendingamálum,“ sagði Óskar. Góð blanda Stigaskorið dreifist vel hjá ÍA en fjórir leikmenn liðsins hafa skorað 15,4 stig eða meira að meðaltali í leik. Þetta eru bandaríski leikstjórnandinn Kinyon Hodges, Borgnesingurinn Kristófer Már Gíslason, hinn skotvissi Srdan Stojanovic og Frakkinn Victor Baffuto sem er með 13,5 fráköst að meðaltali í leik, auk þess að skora 15,4 stig. Lucien Christofis er einnig í stóru hlutverki hjá ÍA sem og heimastrákarnir Styrmir Jónasson, Aron Elvar Dagsson, Tómas Davíð Thomasson og Júlíus Duranona. Lucien hefur verið á Akranesi í nokkur ár og þjálfar yngri flokka félagsins með Óskari. Srdan hefur einnig fest rætur hér á landi. „Þeir eru vel tengdir og það er mikil samheldni í þessu,“ sagði Óskar um liðið sitt. Og hann hafði nokkuð háleit markmið fyrir tímabilið. „Ég vildi búa til sem best lið og reyna að vinna sem flesta leiki. Við sáum kannski ekki alveg fyrir að við yrðum svona góðir en útlendingarnir hafa komið vel inn í þetta og þetta hefur gengið vel.“ Lucien Christofis á ferðinni.jón gautur Sem fyrr sagði dreifist stigaskorið vel hjá Skagamönnum og sóknarleikur þeirra hefur verið beittur. Liðið hefur skorað 96,4 stig að meðaltali í leik, næstmest allra liða í deildinni. „Við erum með marga hæfileikaríka skorara. Við látum boltann ganga og maður veit aldrei hvaðan ógnin kemur,“ sagði Óskar. Ósigrandi á heimavelli ÍA spilar í hina fornfræga íþróttahúsi á Vesturgötunni á Akranesi og óhætt er að segja að Skagamenn hafi búið til vígi þar. Þeir hafa unnið alla níu heimaleiki sína í 1. deildinni í vetur. „Það hefur verið algjörlega frábær mæting í vetur og við erum örugglega með bestu mætinguna í deildinni. Það eru mikil læti og mikið gaman,“ sagði Óskar. Nýtt íþróttahús er risið á Jaðarsbökkum á Akranesi og þangað flytja Skagamenn á næstunni. „Það verður einhvern tímann á næsta ári. Það á að vera tilbúið fyrir næsta tímabil. Við erum spennt að flytja yngri flokkana þangað og fá aðstöðu fyrir þá,“ sagði Óskar en að hans sögn erum um 120 krakkar sem æfa körfubolta á Akranesi og þeim hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Hinn nítján ára Styrmir Jónasson hefur skorað 9,9 stig að meðaltali í leik í vetur.jón gautur Sem fyrr sagði er ÍA í toppsæti 1. deildar, með tveggja stiga forskot þegar fimm umferðum er ólokið. Skagamenn eru því með örlögin í eigin höndum og þeir ætla sér upp í Bónus deildina. „Jú, við erum í góðu færi. Við förum í alla leiki til að vinna og sjáum svo hverju það skilar,“ sagði Óskar. Hann telur ÍA vel í stakk búið til að takast á við bestu lið landsins, fari svo að liðið vinni sér sæti í Bónus deildinni. „Já, með nýja húsinu og stemmningu. Það er langt síðan það hefur verið almennilegt körfuboltalið í bænum. Fólk er spennt og sér tækifæri. Bærinn er á bak við okkur,“ sagði Óskar að endingu. ÍA Körfubolti Akranes Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Sjá meira
Dýrðardagar körfuboltans á Akranesi voru rétt fyrir aldamót. Tímabilið 1997-98 gerði ÍA, með Damon Johnson og Alexander Ermolinskij fremsta í stafni, sér lítið fyrir og vann Grindavík í átta liða úrslitum úrslitakeppninnar. Skagamenn eru eina liðið sem hefur endað í 8. sæti efstu deildar sem hefur slegið deildarmeistara út í átta liða úrslitum. Úrklippa úr Morgunblaðinu eftir oddaleik Grindavíkur og ÍA í átta liða úrslitum 23. mars 1998. Skagamenn unnu eftir framlengingu, 81-82.tímarit.is Skagasólin seig hins vegar fljótt til viðar og tímabilið 1999-00 féll ÍA úr efstu deild og hefur ekki snúið aftur þangað síðan þá. En það gæti breyst því Skagamenn eru eitt af heitustu liðum landsins, hafa unnið níu leiki í röð og eru með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildarinnar. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gaman að vera í þessari stöðu. Við erum með gott lið í meistaraflokki, uppgang í yngri flokkum og það er gaman að spila,“ sagði Óskar Þór Þorsteinsson, þjálfari ÍA, í samtali við Vísi. Ungur en með reynslu Þrátt fyrir að vera aðeins 27 ára býr Óskar yfir talsverðri reynslu af þjálfun. Hann þjálfaði hjá uppeldisfélaginu Stjörnunni, var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Álftanesi og stýrði svo Þór á Akureyri um tveggja ára skeið. Þaðan lá leiðin svo á Akranes í sumar þar sem hann tók við þjálfun karlaliðs ÍA auk þess að vera yfirþjálfari yngri flokka félagsins. „Í dag er maður kominn með nokkra reynslu. Ég fór í gegnum erfitt tímabil hjá Þór og annað sem gekk betur. Svo var ég hjá Álftanesi þar sem við vorum í baráttu um að fara upp,“ sagði Óskar. En var alltaf markmiðið að leggja þjálfun fyrir sig? Bæði og. Maður spilaði fyrst og markmiðið var að komast langt þar. En síðan sá maður að það voru meiri tækifæri í þjálfun,“ sagði Óskar sem leist vel á það sem ÍA hafði upp á að bjóða þegar félagið hafði samband við hann. Óskar Þór Þorsteinsson tók við ÍA fyrir tímabilið.jón gautur „Þetta er mjög skemmilegt. Ég þekkti liðið ágætlega. Við vorum með sterkan hóp og höfum svo hitt í mark í útlendingamálum,“ sagði Óskar. Góð blanda Stigaskorið dreifist vel hjá ÍA en fjórir leikmenn liðsins hafa skorað 15,4 stig eða meira að meðaltali í leik. Þetta eru bandaríski leikstjórnandinn Kinyon Hodges, Borgnesingurinn Kristófer Már Gíslason, hinn skotvissi Srdan Stojanovic og Frakkinn Victor Baffuto sem er með 13,5 fráköst að meðaltali í leik, auk þess að skora 15,4 stig. Lucien Christofis er einnig í stóru hlutverki hjá ÍA sem og heimastrákarnir Styrmir Jónasson, Aron Elvar Dagsson, Tómas Davíð Thomasson og Júlíus Duranona. Lucien hefur verið á Akranesi í nokkur ár og þjálfar yngri flokka félagsins með Óskari. Srdan hefur einnig fest rætur hér á landi. „Þeir eru vel tengdir og það er mikil samheldni í þessu,“ sagði Óskar um liðið sitt. Og hann hafði nokkuð háleit markmið fyrir tímabilið. „Ég vildi búa til sem best lið og reyna að vinna sem flesta leiki. Við sáum kannski ekki alveg fyrir að við yrðum svona góðir en útlendingarnir hafa komið vel inn í þetta og þetta hefur gengið vel.“ Lucien Christofis á ferðinni.jón gautur Sem fyrr sagði dreifist stigaskorið vel hjá Skagamönnum og sóknarleikur þeirra hefur verið beittur. Liðið hefur skorað 96,4 stig að meðaltali í leik, næstmest allra liða í deildinni. „Við erum með marga hæfileikaríka skorara. Við látum boltann ganga og maður veit aldrei hvaðan ógnin kemur,“ sagði Óskar. Ósigrandi á heimavelli ÍA spilar í hina fornfræga íþróttahúsi á Vesturgötunni á Akranesi og óhætt er að segja að Skagamenn hafi búið til vígi þar. Þeir hafa unnið alla níu heimaleiki sína í 1. deildinni í vetur. „Það hefur verið algjörlega frábær mæting í vetur og við erum örugglega með bestu mætinguna í deildinni. Það eru mikil læti og mikið gaman,“ sagði Óskar. Nýtt íþróttahús er risið á Jaðarsbökkum á Akranesi og þangað flytja Skagamenn á næstunni. „Það verður einhvern tímann á næsta ári. Það á að vera tilbúið fyrir næsta tímabil. Við erum spennt að flytja yngri flokkana þangað og fá aðstöðu fyrir þá,“ sagði Óskar en að hans sögn erum um 120 krakkar sem æfa körfubolta á Akranesi og þeim hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Hinn nítján ára Styrmir Jónasson hefur skorað 9,9 stig að meðaltali í leik í vetur.jón gautur Sem fyrr sagði er ÍA í toppsæti 1. deildar, með tveggja stiga forskot þegar fimm umferðum er ólokið. Skagamenn eru því með örlögin í eigin höndum og þeir ætla sér upp í Bónus deildina. „Jú, við erum í góðu færi. Við förum í alla leiki til að vinna og sjáum svo hverju það skilar,“ sagði Óskar. Hann telur ÍA vel í stakk búið til að takast á við bestu lið landsins, fari svo að liðið vinni sér sæti í Bónus deildinni. „Já, með nýja húsinu og stemmningu. Það er langt síðan það hefur verið almennilegt körfuboltalið í bænum. Fólk er spennt og sér tækifæri. Bærinn er á bak við okkur,“ sagði Óskar að endingu.
ÍA Körfubolti Akranes Mest lesið Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Körfubolti Hafa verið þrettán ár af lygum Enski boltinn Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Handbolti Í beinni: Panathinaikos - Víkingur | Tekst að fella gríska risann? Fótbolti Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Íslenski boltinn Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Fótbolti Barðist við tárin þegar hann kvaddi Íslenski boltinn Messi með sigurmarkið í sautján stiga frosti: „Ekki mannlegar aðstæður“ Fótbolti Fékk heilablóðfall stuttu eftir að hún skrifaði undir hjá Barcelona Fótbolti Víkingar kæmust í 960 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Landsliðsfólk og VÆB-menn prófuðu hjólastólakörfubolta Félag Martins tekur vel á móti íslenska landsliðinu Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu Báðu leikmanninn afsökunar á vandræðalegum mistökum Sjá meira