Evrópa standi á krossgötum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. febrúar 2025 18:13 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu samstíga í því að styrkja varnir álfunnar. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. Nú í gær lauk umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem fjöldi leiðtoga ríkja Evrópu og Bandaríkjanna sóttu þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Bandaríkjamenn fara mikinn Kristrún ræddi við fréttastofu að fundinum loknum og brýndi mikilvægi þess að anda ofan í kviðinn en JD Vance varaforseti og fulltrúi Bandaríkjanna fór mikinn í ræðu sem hann hélt á fundinum. Þá hefur Bandaríkjastjórn einnig tilkynnt að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands muni hittast á fundi í Sádí-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu verða á dagskrá, án aðkomu Úkraínu né annarra Evrópuríkja. Á fundinum í kvöld verða öryggismál í Evrópu í brennidepli og sækir hann Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hann fyrir hönd Íslands og hinna Norðurlandanna. Hún segist hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og vendingar helgarinnar við leiðtoga álfunnar. Lykilorðið sé samstaða Þorgerður Katrín segist fyrst og síðast að vænta samstöðu á fundinum í París í kvöld. „Og ákveðins frumkvæðis í þá veru að það verði ekkert um Úkraínu án Úkraínu og að það verði ekkert um öryggi Evrópu án Evrópu. Það kom alveg skýrt fram líka á öllum þeim fundum sem maður var á í síðustu viku annars vegar á fundi varnarmálaráðherra NATO í Brussel og síðan á þessari mögnuðu öryggisráðstefnu í Munchen að Evrópa og þá öll Evrópa þarf að stíga fram,“ segir hún. Sjá einnig: Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Hún segir Evrópu standa á krossgötum. „Það sem ég tek líka jákvætt út úr þessu er að Evrópuhluti NATO, það er að segja, Bretland og restin af Evrópu er samstíga í því að gera eitthvað meira en að hafa þetta bara orð á blaði. Menn átta sig á því að það er mikið í húfi, það eru ákveðnar krossgötur núna og það er algjört lykilatriði að Úkraínuönnum verði sýndur sá stuðningur að þeir verði við þetta borð og það sama gildir um Evrópu,“ segir Þorgerður. „Samstaða er lykilorðið og að Pútín verði ekki þegar uppi er staðið sterki maðurinn í heiminum. Ég held að það eigi allir að hafa það hugfast. Þannig veröld viljum við ekki.“ Andstaða við evrópskan her sé útfærsluatriði Fréttastofa ræddi, eins og kom fram, við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að fundinum loknum þar sem hún undirstrikaði mikilvægi þess að anda með nefinu. Hún sagði einnig í samtali við Ríkisútvarpið að hún teldi ekki tímabært að ræða stofnun evrópsks hers. Kristrún ítrekaði hún að Evrópa væri samstíga í því að styrkja varnir álfunnar en að hvort slíkt væri gert í gegnum Atlantshafsbandalagið eða með stofnun sérhers væri útfærsluatriði. Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar spurði Kristrúnu hvað þessi fullyrðing hennar þýddi í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í dag. „Þarna er ég ekki að vitna í mínar eigin skoðanir. Þarna er ég búin að eyða þremur dögum með leiðtogum stærstu landa heimsins þar sem allir eru að leggja áherslu á það meðal annars utanríkismálaráðherra ESB, Kaja Kallas, að segja að það að ræða evrópskan her sé ótímabært vegna þess að flest þessara ríkja eru í NATO og eru að beita sér í gegnum NATO,“ segir Kristrún. „Það sem verið er að gera kröfu um er að það sé aukin samhæfing þessara viðbragðsaðila innan NATO. Þetta er spurning um skipulagsmál, þetta er ekki spurning um að hafna því að það þurfi að styrkja varnir Evrópu. Þetta er að einhverju leyti bara útfærslumál,“ segir hún. Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
Nú í gær lauk umfangsmikilli öryggisráðstefnu í München sem fjöldi leiðtoga ríkja Evrópu og Bandaríkjanna sóttu þar á meðal Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Bandaríkjamenn fara mikinn Kristrún ræddi við fréttastofu að fundinum loknum og brýndi mikilvægi þess að anda ofan í kviðinn en JD Vance varaforseti og fulltrúi Bandaríkjanna fór mikinn í ræðu sem hann hélt á fundinum. Þá hefur Bandaríkjastjórn einnig tilkynnt að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands muni hittast á fundi í Sádí-Arabíu á morgun þar sem friðarumleitanir í Úkraínu verða á dagskrá, án aðkomu Úkraínu né annarra Evrópuríkja. Á fundinum í kvöld verða öryggismál í Evrópu í brennidepli og sækir hann Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hann fyrir hönd Íslands og hinna Norðurlandanna. Hún segist hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og vendingar helgarinnar við leiðtoga álfunnar. Lykilorðið sé samstaða Þorgerður Katrín segist fyrst og síðast að vænta samstöðu á fundinum í París í kvöld. „Og ákveðins frumkvæðis í þá veru að það verði ekkert um Úkraínu án Úkraínu og að það verði ekkert um öryggi Evrópu án Evrópu. Það kom alveg skýrt fram líka á öllum þeim fundum sem maður var á í síðustu viku annars vegar á fundi varnarmálaráðherra NATO í Brussel og síðan á þessari mögnuðu öryggisráðstefnu í Munchen að Evrópa og þá öll Evrópa þarf að stíga fram,“ segir hún. Sjá einnig: Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Hún segir Evrópu standa á krossgötum. „Það sem ég tek líka jákvætt út úr þessu er að Evrópuhluti NATO, það er að segja, Bretland og restin af Evrópu er samstíga í því að gera eitthvað meira en að hafa þetta bara orð á blaði. Menn átta sig á því að það er mikið í húfi, það eru ákveðnar krossgötur núna og það er algjört lykilatriði að Úkraínuönnum verði sýndur sá stuðningur að þeir verði við þetta borð og það sama gildir um Evrópu,“ segir Þorgerður. „Samstaða er lykilorðið og að Pútín verði ekki þegar uppi er staðið sterki maðurinn í heiminum. Ég held að það eigi allir að hafa það hugfast. Þannig veröld viljum við ekki.“ Andstaða við evrópskan her sé útfærsluatriði Fréttastofa ræddi, eins og kom fram, við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra að fundinum loknum þar sem hún undirstrikaði mikilvægi þess að anda með nefinu. Hún sagði einnig í samtali við Ríkisútvarpið að hún teldi ekki tímabært að ræða stofnun evrópsks hers. Kristrún ítrekaði hún að Evrópa væri samstíga í því að styrkja varnir álfunnar en að hvort slíkt væri gert í gegnum Atlantshafsbandalagið eða með stofnun sérhers væri útfærsluatriði. Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknar spurði Kristrúnu hvað þessi fullyrðing hennar þýddi í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í dag. „Þarna er ég ekki að vitna í mínar eigin skoðanir. Þarna er ég búin að eyða þremur dögum með leiðtogum stærstu landa heimsins þar sem allir eru að leggja áherslu á það meðal annars utanríkismálaráðherra ESB, Kaja Kallas, að segja að það að ræða evrópskan her sé ótímabært vegna þess að flest þessara ríkja eru í NATO og eru að beita sér í gegnum NATO,“ segir Kristrún. „Það sem verið er að gera kröfu um er að það sé aukin samhæfing þessara viðbragðsaðila innan NATO. Þetta er spurning um skipulagsmál, þetta er ekki spurning um að hafna því að það þurfi að styrkja varnir Evrópu. Þetta er að einhverju leyti bara útfærslumál,“ segir hún.
Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur NATO Evrópusambandið Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira