Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 17. febrúar 2025 20:36 Árelía Eydís Guðmundsdóttir er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Vilhelm Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. „Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís. Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Þetta er ákaflega erfitt mál fyrir alla þá sem að þessu máli hafa komið en hins vegar má segja það að við höfum verið að vinna með þetta mál í töluverðan tíma og við töldum okkur vera á réttri leið. En það hefur svo sannarlega komið í ljós að við höfum þurft að setja inn meiri stuðning og við höfum nú brugðist við og gert það,“ segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar, í Reykjavík síðdegis í dag. Árelía viðurkennir að borgin hefði getað brugðist harðar við. „Ég myndi segja að við höfum að einhverju leyti hugsanlega ekki stigið nógu fast niður,“ segir hún. Faðir stúlku í Breiðholtsskóla sagði í viðtali á Vísi fyrir helgi að fámennur hópur ungra nemenda ráði ríkum í skólanum. Þeir beiti önnur börn andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Ástandið sé það slæmt að börn þori ekki í skólann af hræðslu. Starfsfólk og foreldrar hafa sakað borgina um algjört úrræða- og athafnaleysi. „Við þurfum líka að hafa í huga þegar slík mál koma upp í okkar skólum þá gerum við okkar ýtrasta til að styðja við starfsmenn líka því það eru þeir sem standa í framlínunni gagnvart erfiðum málum sem upp koma.“ Einn af stóru áhrifavöldunum er versnandi félagasfærni barna. Þá sé flóknari veruleiki sem blasir við í hverri skólastofu en áður. „Það er eitt af því sem hefur kannski lítið farið fyrir í umræðunni að félagsfærni hefur verið að láta undan að einhverju leiti á síðustu árum. Við þurfum bæði að styðja nemendur og börnin okkar og við sem samfélag að taka utanum það breytta samfélag sem við stöndum frammi fyrir.“ Foreldrafundur var haldinn fyrir helgi vegna málsins og Árelía segir miklar breytingar í vændum. „Það er nú þegar komið af stað. Ég er fullviss um það að það sem við erum að gera núna mun breyta miklu. Ég er alveg komin með ró í hjarta yfir því sem við erum að gera,“ segir Árelía Eydís.
Ofbeldi barna Grunnskólar Reykjavík Reykjavík síðdegis Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira