Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2025 06:32 Michael Schumacher kyssir Corrina eignkonu sína eftir að hann hafði tryggt sér einn af sjö heimsmeistaratitlum sínum í formúlu 1. Getty/Steve Mitchell Öryggisvörðurinn sem reyndi að fjárkúga fjölskyldu Michael Schumacher slapp allt of vel að mati þeirra. Dómi hans hefur nú verið áfrýjað. Michael Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 og ein stærsta stjarna sportsins fyrr og síðar. Hann slasaðist illa í skíðaslysi árið 2013 og síðan hefur heyrst nánast ekkert um hann. Öryggisvörður reyndi að svíkja fjölskylduna með því að taka myndir og myndbönd af Schumacher og selja þær til tveggja annarra sem reyndu svo að hafa pening af fjölskyldunni. Corinna, eiginkona Schumacher, telur að öryggisvörðurinn sé höfuðpaurinn í ráðabrugginu að fjárkúga fjölskylduna. „Við höfum áfrýjað að því að okkur finnst dómurinn of vægur,“ sagði Corinna Schumacher í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. „Ég er enn í áfalli vegna þessa manns sem sem braut trúnaðarsambandið við okkur. Hann ætti að fá dóm sem fær aðra til að hugsa sig um tvisvar áður en þeir reyna það sama,“ sagði Corinna. 12. febrúar síðastliðinn þá dæmdi dómstóll í Þýskalandi 53 ára föður og 30 ára son hans í þriggja ára fangelsi. Þeir höfðu reynt að fá fimmtán milljónir evra frá fjölskyldunni, meira en tvo milljarða króna. Það gerðu þeir með því að hóta birtingu fyrrnefndra mynda og myndbands af Michael Schumacher. Öryggisvörðurinn hafði tekið þessar myndir og myndbönd án þess að fá leyfi. Saksóknarinn vildi að sá yrði dæmdur i fjögurra ára fangelsi. Hann fékk hins vegar bara tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Corinna Schumacher rasar mot domen – överklagar https://t.co/LhAFUrUtY3— Sportbladet (@sportbladet) February 17, 2025 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Michael Schumacher varð sjöfaldur heimsmeistari í formúlu 1 og ein stærsta stjarna sportsins fyrr og síðar. Hann slasaðist illa í skíðaslysi árið 2013 og síðan hefur heyrst nánast ekkert um hann. Öryggisvörður reyndi að svíkja fjölskylduna með því að taka myndir og myndbönd af Schumacher og selja þær til tveggja annarra sem reyndu svo að hafa pening af fjölskyldunni. Corinna, eiginkona Schumacher, telur að öryggisvörðurinn sé höfuðpaurinn í ráðabrugginu að fjárkúga fjölskylduna. „Við höfum áfrýjað að því að okkur finnst dómurinn of vægur,“ sagði Corinna Schumacher í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær. „Ég er enn í áfalli vegna þessa manns sem sem braut trúnaðarsambandið við okkur. Hann ætti að fá dóm sem fær aðra til að hugsa sig um tvisvar áður en þeir reyna það sama,“ sagði Corinna. 12. febrúar síðastliðinn þá dæmdi dómstóll í Þýskalandi 53 ára föður og 30 ára son hans í þriggja ára fangelsi. Þeir höfðu reynt að fá fimmtán milljónir evra frá fjölskyldunni, meira en tvo milljarða króna. Það gerðu þeir með því að hóta birtingu fyrrnefndra mynda og myndbands af Michael Schumacher. Öryggisvörðurinn hafði tekið þessar myndir og myndbönd án þess að fá leyfi. Saksóknarinn vildi að sá yrði dæmdur i fjögurra ára fangelsi. Hann fékk hins vegar bara tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Corinna Schumacher rasar mot domen – överklagar https://t.co/LhAFUrUtY3— Sportbladet (@sportbladet) February 17, 2025
Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira