Hin víðtæku og jákvæðu áhrif þess að spila í lúðrasveit 18. febrúar 2025 08:05 Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Menning Tónlistarnám Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um nýliðna helgi fór fram árlegt landsmót Samband íslenskra skólalúðrasveita. Þar komu saman á Akureyri 170 hljóðfæranemendur af unglingastigi til þess að spila og njóta félagsskapar hvors annars. Undirrituð þekkir vel eftirvæntinguna fyrir lúðrasveitarlandsmótum enda uppalin trompetleikari í Tónlistarskóla Árnesinga. Þar eignast maður nýja vini og fær mikla hvatningu og innblástur fyrir áframhaldandi tónlistarnámi. Það að spila saman í lúðrasveit er eins og íþróttirnar, mjög gott forvarnar- og æskulýðsstarf. En það sem aðskilur samspilshópa eins og lúðrasveitir frá íþróttaiðkun er meðal annars að það er búið að taka keppnisþáttinn út úr menginu. Í öllu samspili hittast hljóðfæranemendur í þeim tilgangi að búa til sameiginlega afurð, tónverk sem flutt er á tónleikum. Öll hafa sama markmið um að ná sem bestu tökum á viðfangsefninu og stór hluti af því er að nota virka hlustun, finna sínum tóni farveg á meðal hinna og uppgötva samhljóminn, hvernig hann tekur á sig ólíkar myndir á ólíkum stöðum í þeim verkum sem spiluð eru hverju sinni. Hver og einn spilar mikilvægt hlutverk og öll eru jafningjar. Víða um land eru öflugar skólahljómsveitir og aðrir samspilahópar sem nemendur stunda samhliða námi í tónlistarkennslu sem fer öllu jafna fram í einkatímum. Fjölmargar rannsóknir sýna fram á jákvæð tengsl milli tónlistarnáms og árangurs á öðrum sviðum náms. Rannsóknir hafa leitt í ljós að nemendur sem stunda tónlistarnám sýna oft betri frammistöðu í stærðfræði. Þetta gæti verið vegna þess að tónlistarnám eflir hæfni í að þekkja mynstur og rökfræði, sem eru lykilatriði í stærðfræði. Tónlistarnám getur stuðlað að betri málskilningi og lestrarfærni því þjálfunin eykur næmni fyrir hljóðum, sem getur bætt hljóðgreiningu og þar með lestrargetu. Samspil í tónlist, eins og að spila í hljómsveit eða kór, getur meðal annars eflt félagsfærni, samvinnu og sjálfsaga. Þessar niðurstöður benda til þess að tónlistarnám geti haft víðtæk jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Tónlistarskólakerfið á Íslandi er einstakt og mikilvægt að standa vörð um það, þó fullt tilefni sé til þess að skoða hvort hægt sé að þróa hljómsveitarfyrirkomulagið þannig að fleiri komist að og fái að njóta ávinningsins sem fylgir því að læra á hljóðfæri og taka þátt í samspili. Í ljósi þess að tónlistarkennsla getur haft jákvæð áhrif á ýmsa þætti náms og þroska barna ætti það að vera sameiginlegt verkefni okkar allra, ríkis og sveitarfélaga að standa vörð um tónlistarnám og tónlistarkennara og finna leiðir til að útvíkka námið og gera aðgengilegt öllum börnum. Meðfylgjandi er upptaka af tónleikum frá landsmóti skólalúðrasveita 16. febrúar 2025 þar sem allir hljóðfæraleikarar, um 170 ungmenni, sameinuðust í flutningi á Þursafóníunni í útsetningu Össurar Geirssonar. Syrpan inniheldur íslensk þjóðlög ásamt tónlist eftir Egil Ólafsson og er byggð á útsetningum Þursaflokksins á þessum lögum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Rannsóknir og greinar sem vitnað er til: https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fpmc.ncbi.nlm.nih.gov%2Farticles%2FPMC9326760%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855619409%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FzAS7cY9Ozo0UIxmOxswGAeRFqMgRIiE6KTz%2FJFOwHE%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Ftoday.usc.edu%2Fmusic-education-research%2F%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855633190%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=nML4gHbXlBDymCchVjMMFkg1YD0bnz%2F1b7roS4qwyoc%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.researchgate.net%2Fpublication%2F242560857_The_power_of_music_Its_impact_on_the_intellectual_social_and_personal_development_of_children_and_young_people&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855785062%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=FTRkyd2BTF3cHHd27lYwUXWpl7nSj58T2oNYq86n0K8%3D&reserved=0 https://eur03.safelinks.protection.outlook.com/?url=https%3A%2F%2Fwww.davidpublisher.com%2FPublic%2Fuploads%2FContribute%2F66f9122667f91.pdf%3Futm_source%3Dchatgpt.com&data=05%7C02%7Cfrettir%40stod2.is%7C69a0e48b04f54771d87e08dd4feead3d%7C7fe09985587e46b9bd0528d14474ed2c%7C0%7C0%7C638754608855799260%7CUnknown%7CTWFpbGZsb3d8eyJFbXB0eU1hcGkiOnRydWUsIlYiOiIwLjAuMDAwMCIsIlAiOiJXaW4zMiIsIkFOIjoiTWFpbCIsIldUIjoyfQ%3D%3D%7C0%7C%7C%7C&sdata=IIut3J0xhUql0HSSs%2B9XTkD1gfHqe45A5RnGDPqA7L4%3D&reserved=0
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun