Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2025 17:17 Friðjón hæðist að gremju Hrannars sem vísar grein Vals Grettissonar í Heimildinni á bug og gott betur. Og sakar hann um karlrembu. Hvað sem öðru líður er víst að hiti er tekinn að færast í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast nær settu marki. vísir/vilhelm Friðjón R. Friðjónsson borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skemmtir sér yfir því sem hann kallar samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn Arnarson. Hiti færist í leikinn eftir því sem meirihlutaviðræðurnar mjakast fram. Friðjón situr hjá og getur ekki annað. Hrannar er eiginmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, var lengi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og nú framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Grein Vals Grettissonar blaðmanns Heimildarinnar virðist hafa gert Hrannari einkar gramt í geði. Þar er fjallað um það þegar meirihlutinn í borginni sprakk. „Samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn“ Þetta hefur svo leitt til þess að fram fara meirihlutasamræður borgarstjórnarmeirihlutans milli þeirra Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingar, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna sitja nú við og reyna að sauma saman meirihluta. Sigrún Einarsdóttir, sem aðstoðar oddvitana við meirihlutaviðræður, segir fréttastofu að ekki verði veitt viðtöl í dag. Hópurinn nýti tímann í dag í vinnu saman. „Ég fékk nokkuð kómíska sendingu áðan, skjáskot af samsæriskenningarranti eftir Hrannar Björn Arnarsson, sem eiginmanns starfandi oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þar afhjúpar Hrannar karllæga sýn sína á stjórnmálin,” segir Friðjón á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Spunakarlarnir Friðjón, Einar og Valur Friðjón birtir skjáskot af færslu Hrannars þar sem Hrannar fer ófögrum orðum um skrif Vals, en hann segir Friðjón og Einar Þorsteinsson jafnframt hafa haldið um penna. Hrannar vitnar í svargrein við grein Vals eftir fjóra borgarfulltrúa Samfylkingarinnar þar sem segir: „Enginn fótur er fyrir því að oddviti Samfylkingarinnar hafi öskrað á oddvita Framsóknarflokksins á þessum lokaða fundi, eins og fullyrt er í grein Heimildarinnar. Furðu sætir að mark sé tekið á slíku slúðri í blaði sem vill láta taka sig alvarlega en lætur sér engu að síður sæma að birta langloku þar sem enginn viðmælandi er nefndur á nafn.“ Friðjón telur þessi skrif Hrannars benda til þess að hann telji karla véla um pólitíkina. „Við Einar Þorsteinsson og Valur Grettisson sitjum víst við spunavélar Heimildarinnar og hönnum söguna. Nú þekki ég ekki hvernig pólitíkin gengur fyrir sig í því hliðsetta flokksbroti Samfylkingarinnar Hrannar tilheyrir, en það er óvænt ef það er eftir allt saman karlarnir sem eru aðalleikarar en konurnar í aukahlutverkum,“ segir Friðjón. Hvað sem öðru líður eru þessar væringar til marks um að hiti sé nú tekinn að færast í meirihlutaviðræðurnar og virðist sá hiti vera á báða bóga. Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. 27. maí 2018 18:33 Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17. febrúar 2025 18:31 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hrannar er eiginmaður Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, var lengi aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur og nú framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Grein Vals Grettissonar blaðmanns Heimildarinnar virðist hafa gert Hrannari einkar gramt í geði. Þar er fjallað um það þegar meirihlutinn í borginni sprakk. „Samsæriskenningarrant eftir Hrannar Björn“ Þetta hefur svo leitt til þess að fram fara meirihlutasamræður borgarstjórnarmeirihlutans milli þeirra Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins, Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna. Fulltrúar Samfylkingar, Samfylkingar, Pírata, Sósíalista og Vinstri grænna sitja nú við og reyna að sauma saman meirihluta. Sigrún Einarsdóttir, sem aðstoðar oddvitana við meirihlutaviðræður, segir fréttastofu að ekki verði veitt viðtöl í dag. Hópurinn nýti tímann í dag í vinnu saman. „Ég fékk nokkuð kómíska sendingu áðan, skjáskot af samsæriskenningarranti eftir Hrannar Björn Arnarsson, sem eiginmanns starfandi oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Þar afhjúpar Hrannar karllæga sýn sína á stjórnmálin,” segir Friðjón á Facebook-síðu sinni nú rétt í þessu. Spunakarlarnir Friðjón, Einar og Valur Friðjón birtir skjáskot af færslu Hrannars þar sem Hrannar fer ófögrum orðum um skrif Vals, en hann segir Friðjón og Einar Þorsteinsson jafnframt hafa haldið um penna. Hrannar vitnar í svargrein við grein Vals eftir fjóra borgarfulltrúa Samfylkingarinnar þar sem segir: „Enginn fótur er fyrir því að oddviti Samfylkingarinnar hafi öskrað á oddvita Framsóknarflokksins á þessum lokaða fundi, eins og fullyrt er í grein Heimildarinnar. Furðu sætir að mark sé tekið á slíku slúðri í blaði sem vill láta taka sig alvarlega en lætur sér engu að síður sæma að birta langloku þar sem enginn viðmælandi er nefndur á nafn.“ Friðjón telur þessi skrif Hrannars benda til þess að hann telji karla véla um pólitíkina. „Við Einar Þorsteinsson og Valur Grettisson sitjum víst við spunavélar Heimildarinnar og hönnum söguna. Nú þekki ég ekki hvernig pólitíkin gengur fyrir sig í því hliðsetta flokksbroti Samfylkingarinnar Hrannar tilheyrir, en það er óvænt ef það er eftir allt saman karlarnir sem eru aðalleikarar en konurnar í aukahlutverkum,“ segir Friðjón. Hvað sem öðru líður eru þessar væringar til marks um að hiti sé nú tekinn að færast í meirihlutaviðræðurnar og virðist sá hiti vera á báða bóga.
Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Fjölmiðlar Tengdar fréttir Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. 27. maí 2018 18:33 Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17. febrúar 2025 18:31 Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Formlegar meirihlutaviðræður í borginni hefjast líklega á morgun Óformlegar þreifingar um myndun nýs meirihluta í borginni eru þegar hafnar en reiknað er með að formlegar viðræður hefjist á morgun. 27. maí 2018 18:33
Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. 17. febrúar 2025 18:31
Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Enginn veit hvað verður með meirihlutann í borgarstjórn eftir að Einar Þorsteinsson sleit meirihlutasamstarfinu í borginni. Afdráttar- og fordæmalaus yfirlýsing Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Eins og staðan er núna er líklegast að vinsælasti borgarfulltrúinn: Sanna Magdalena Mörtudóttir verði næsti borgarstjóri. 10. febrúar 2025 10:55