Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 22:06 Sævar Þór Jónsson segir tíðni þess að hjón geri kaupmála fara vaxandi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband. Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira